Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1992, Page 30

Náttúrufræðingurinn - 1992, Page 30
dalina austur af honum, Bárðardal framanverðan, Mývatnssveit og fram- anverðan Öxarfjörð í Þistilfjörð. Vott- ur af gjósku féll þó á miklu stærra svæði fram undir miðnætti 17. janúar, sbr. 3. mynd, en fáar athuganir voru gerðar eftir kl. 01. Gjóskugeirinn frá 17. janúar stefnir nálægt N26°A miðað við þykktarás sunnan Hofsjökuls, en N30°-32°A á Norðausturlandi, þegar hann hefur sveigt til austurs við Hofsjökul. ÞYKKTARDREIFING Þykktarkort eru venjulega notuð til að sýna útbreiðslu gjósku og reikna rúmmál gjóskulagsins. Ef gjóskan er mæld nýfallin sýna þykktartölurnar gjóskuna eins og hún er fyrstu vikurn- ar, áður en hún þjappast eða rofnar. Aðeins Heklugjóskan 1947, 1970 og 1980 var mæld nýfallin, öll önnur gjóskulög hérlendis hafa verið mæld eins og þau koma fyrir í jarðvegi, þjöppuð og í mörgum tilfellum rofin að einhverju leyti. Rúmmál H-1947, 1970 og 1980 er reiknað sem nýfallin gjóska. Rúmmál eldri gjóskulaga er oft umreiknað í nýfallna gjósku til samanburðar. Sé það ekki gert er það sérstaklega tekið fram. Að auki er rúmmálið oft gefið upp sem jafngildi þétts bergs. Heklugjóskan frá 1991 er líklega fyrsta gjóskan sem er eingöngu mæld í snjó. Þar eð mæld þykkt var of há vegna blöndunar við snjó var gripið til þess að reikna þykktina út frá magni og rúmþyngd. Rúmþyngd var fundin fyrir nokkur valin gjóskusýni og látin gilda fyrir önnur með svipaða korna- stærð og -gerð. Skekkja vegna þessa er talin vera innan 15% til eða frá. í nokkrum tilfellum er einungis til þykktarmæling, m.a. á þetta við um þykkasta hluta lagsins. Á sjálfu fjall- inu var gjóskan líklega nógu heit til að bræða snjóinn burt úr laginu en ann- ars staðar er hugsanlegt að slík mæl- ing geti verið allt að 20% of há. Enda þótt þykktarkortin séu ekki gerð á sama hátt og af gjósku úr næstu gos- um á undan má telja þau nokkurn veginn sambærileg við kort af nýfall- inni gjósku. Þykktarkortin (7. mynd a og b) sýna í aðalatriðum sömu drætti og kortin af magni á flatareiningu. Þykktarásinn er breiður og tvöfaldur nær Heklu en 30 km. Mesta mælda þykkt er 12 cm á fjallinu sjálfu, urp 2 km norðnorðaustur af Heklutindi. Á Landmannaleið, í 12 km fjarlægð frá Heklutindi, var mesta reiknaða þykkt um 5 cm. Til samanburðar má nefna að í Heklugosinu 1980 mældist gjósk- an allt að 22 cm þykk á Landmanna- leið í Sölvahrauni. Við kláfferjuna á Tungnaá við Hald, í 27 km fjarlægð, var reiknuð þykkt aðeins 1,1 cm. Gjóskulagið þynnist einnig hratt til beggja hliða og svæðið innan 1 cm jafnþykktarlínunnar er aðeins tæplega 15 km breitt á Landmannaleið. Ásar mestu kornastærðar falla ekki að þykktarásnum, heldur liggja sinn hvorum megin við hann og stefnir sá vestari N18°A, yfir Skúmstungur. Rúmmál gjóskunnar sem féll fyrsta hálfa sólarhringinn eða svo er um 22 millj. rúmmetrar, reiknað eftir þykkt- arkortunum á 7. mynd a og b. Gjóskufallssvæði á landi á sama tíma er talið vera um 32.000 ferkílómetrar. Magnið sem bættist við eftir það var Iítið. Þetta er um áttundi hluti af því sem kom upp á fyrsta degi gossins 1947 og rúmur þriðjungur af því sem kom upp 1980 (1. tafla). Dreifing gjóskunnar sunnan jökla, eins og hún er sýnd á 6. og 7. mynd, kemur nokkuð vel heim við veðursjár- myndir úr 2 km hæð frá fyrstu klukku- stundum gossins. Næst Heklu (< 20 172
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.