Náttúrufræðingurinn - 1992, Page 36
1. mynd. Heklugosið 1845—46. The Hekla
eruption 1945-46. Teikning drawing Odd-
ur Erlendsson á Púfu í Landssveit.
út 1847 í Kaupmannahöfn. f bókinni
styðst Schythe mikið við frásagnir
Odds Erlendssonar bónda á Þúfu á
Landi, en hann skráði ítarlega dagbók
um gang gossins frá fyrsta degi til hins
síðasta og fjallar einnig um afleiðingar
þess. Ekki er til eins samfelld lýsing á
neinu öðru stórgosi í Heklu. Rit Odds
var fyrst gefið út í heild árið 1986.
Það sem eftir lifði af nítjándu öld-
inni urðu allmargir innlendir og er-
lendir fræðimenn til þess að skoða
Heklu. í þeim hópi voru m.a. Björn
Gunnlaugsson sem gekk á fjallið 1846,
Norðmaðurinn Theodor Kjerulf 1850
og Englendingurinn Charles S. Forbes
1859. Svíinn C.W. Paijkull skoðaði
Heklu 1865 og hinn heimskunni enski
landkönnuður Richard Burton gekk á
fjallið 1872.
Þorvaldur Thoroddsen gekk á
Heklu 1889. Helsta framlag hans til
rannsókna á Heklu var gosannállinn
sem hann vann upp úr heimildum og
birtist m.a. í „Eldfjallasögunni“ árið
1925 að honum látnum.
Framan af 20. öld virðist áhugi á
Heklu hafa verið fremur Iítill en þó
gekk Helgi Pjeturss á fjallið 1910 og
1911. Rannsóknir á Heklu hófust fyrir
alvöru á þriðja og fjórða áratug 20.
aldar en þá kannaði Guðmundur
Kjartansson jarðfræðingur fjallið og
umhverfi þess allrækilega. Hann skrif-
aði um þær athuganir sínar í Árbók
Ferðafélags íslands 1945 og birti þar
einnig kort af hraununum næst fjall-
inu.
Á fjórða áratug 20. aldar þróaði
Sigurður Þórarinsson svonefnda ösku-
lagafræði. Hún byggist á því að kanna
öskulög sem varðveist hafa í jarðvegi
og rekja þau til upprunastaðar. Þrot-
laus vinna Sigurðar á þessu sviði svipti
hulunni af mörgum stóratburðum í
sögu íslenskra eldfjalla, þeirra á með-
al Heklu. Með hliðsjón af annálum og
öðrum rituðum heimildum tókst hon-
um að finna öskulög frá öllum gosum
sem vitað er um í fjallinu eftir að land
byggðist.
Sigurður uppgötvaði einnig fjögur
ljós eða tvílit öskulög frá forsöguleg-
um tíma sem hann rakti til Heklu.
Guðrún Larsen var samstarfsmaður
Sigurðar síðustu æviár hans og hefur
haldið þessum rannsóknum áfram síð-
an.
Heklugosið 1947^18 vakti á ný
áhuga á fjallinu og fylgdust margir vís-
indamenn með gosinu. Fjöldi greina
birtist um niðurstöður rannsóknanna,
meðal annars í ritröð Vísindafélags ís-
lendinga, „The eruption of Hekla
1947-1948“. Helstu höfundar eru Sig-
urður Þórarinsson, Trausti Einarsson
og Guðmundur Kjartansson. Þar er
in. a. að finna ítarlega umfjöllun Sig-
urðar Þórarinssonar um gossögu
Heklu eftir að land byggðist og var
178