Náttúrufræðingurinn - 1992, Side 58
1980 (kvenf./imm). GP og KHS (1980).
Talinn vera bláheiðir.
Kvísker í Öræfum, A-Skaft, 21. nóv-
ember 1979 (kvenf./imm). GP og KHS
(1980). Álitinn vera sami fugl og á
Reynivöllum. Loftlína á milli þessara
staða er 25 km.
Síðan eru kunn tvö tilvik: kvenf./imm
12.-17. janúar 1981 við Skammadalshól
(GP og KHS 1983) og aftur 18. október
1986 við Kvísker (GP og EÓ 1989a).
Athygli vekur hversu seint að vor-
inu Skaftafellsfuglarnir voru á ferð-
inni og að heiðar skuli tvisvar hafa
haft hér vetursetu.
Sparrhaukur (Accipiter nisus)
Sparrhaukur er mjög útbreiddur
varpfugl í Evrópu, allt norður á 70.
breiddargráðu, og verpur einnig í
Norður-Afríku og Norður- og Mið-
Asíu (5. mynd). Honum fækkaði mjög
í Evrópu eftir síðari heimsstyrjöldina.
Meginástæðan fyrir þessari miklu
fækkun voru nýjar gerðir af skordýra-
eitri (DDT og skyld efni) sem teknar
voru í notkun um þetta leyti. Hauk-
arnir fengu eiturefnin í sig úr bráðinni
og þar sem þau eru fituleysanleg söfn-
uðust þau fyrir í líkömum fuglanna.
Ránfuglar eru ákaflega viðkvæmir fyr-
ir þessum efnum og mjög h'tið magn af
þeim þarf til að koma í veg fyrir eðli-
lega tímgun. Sparrhaukur er skógar-
fugl og gerir sér kvistahreiður í trjám.
Hann lifir aðallega á spörfuglum
(Newton 1986).
Sparrhaukur er farfugl í nyrsta
hluta heimkynna sinna í Evrópu og
dvelur á vetrum sunnar í álfunni. Við
Falsterbo hefst haustfarið í lok júlí,
nær hámarki um miðjan október og
því lýkur í byrjun nóvember. A vorin
koma sparrhaukar til Norður-Evrópu
frá marslokum fram í byrjun maí.
Sparrhaukur hefur sést þrisvar á ís-
landi, tvö tilvik (þrír fuglar) eru frá
fartíma að hausti (október) og eitt að
vori (apríl):
1. Kvísker í Öræfum, A-Skaft, 26.-28.
október 1950, tveir (karlf. imm
RM1165, ókyngreindur). Hálfdán
Björnsson. Fuglarnir héldu sig í Eystri-
Hvammi. Annar þeirra var skotinn 27.
október og hinn sást síðast daginn eft-
ir.
Sparrhaukur hefur sést tvisvar sinnum
eftir 1980: Heimaey 20. apríl 1987 (GP og
EÓ 1989b) og fullorðinn kvenfugl
(RM9864) settist á skip 70 sjómflur suð-
austur af landinu 19. október 1988 (GP
o.fl. 1991).
Sparrhaukar eru flokkaðir í sex
undirtegundir (Vaurie 1961a), þar af
verpur A.n. nisus í Evrópu og Vestur-
Síbiríu og A.n. nisosimilis í Mið- og
Austur-Síbiríu. Hinar undirtegundirn-
ar fjórar hafa mun suðlægari út-
breiðslu og eru minni og dekkri en
nisus og nisosimilis.
Músvákur (Buteo buteo)
Músvákur er algengur varpfugl í
Evrópu (I. mynd). Hann er skógar-
fugl, gerir sér kvistahreiður í trjám, en
stundar veiðar yfir opnu landi. Dansk-
ir og skandinavískir músvákar eru að
hluta til farfuglar og dvelja í Niður-
löndum, Frakklandi og á Spáni á vetr-
um. Haustfarið byrjar í ágúst og
stendur fram í október. Vorkomutím-
inn er mars til apríl.
Eitt tilvik er þekkt frá íslandi: Músvák-
ur fannst nýdauður í Sellöndum sunnan
Mývatns 17. júní 1982 (Ólafur K. Nielsen
1983).
Fjallvákur (Buteo lagopus)
Fjallvákur er hánorrænn, verpur í
Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Rússlandi
200