Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1992, Page 58

Náttúrufræðingurinn - 1992, Page 58
1980 (kvenf./imm). GP og KHS (1980). Talinn vera bláheiðir. Kvísker í Öræfum, A-Skaft, 21. nóv- ember 1979 (kvenf./imm). GP og KHS (1980). Álitinn vera sami fugl og á Reynivöllum. Loftlína á milli þessara staða er 25 km. Síðan eru kunn tvö tilvik: kvenf./imm 12.-17. janúar 1981 við Skammadalshól (GP og KHS 1983) og aftur 18. október 1986 við Kvísker (GP og EÓ 1989a). Athygli vekur hversu seint að vor- inu Skaftafellsfuglarnir voru á ferð- inni og að heiðar skuli tvisvar hafa haft hér vetursetu. Sparrhaukur (Accipiter nisus) Sparrhaukur er mjög útbreiddur varpfugl í Evrópu, allt norður á 70. breiddargráðu, og verpur einnig í Norður-Afríku og Norður- og Mið- Asíu (5. mynd). Honum fækkaði mjög í Evrópu eftir síðari heimsstyrjöldina. Meginástæðan fyrir þessari miklu fækkun voru nýjar gerðir af skordýra- eitri (DDT og skyld efni) sem teknar voru í notkun um þetta leyti. Hauk- arnir fengu eiturefnin í sig úr bráðinni og þar sem þau eru fituleysanleg söfn- uðust þau fyrir í líkömum fuglanna. Ránfuglar eru ákaflega viðkvæmir fyr- ir þessum efnum og mjög h'tið magn af þeim þarf til að koma í veg fyrir eðli- lega tímgun. Sparrhaukur er skógar- fugl og gerir sér kvistahreiður í trjám. Hann lifir aðallega á spörfuglum (Newton 1986). Sparrhaukur er farfugl í nyrsta hluta heimkynna sinna í Evrópu og dvelur á vetrum sunnar í álfunni. Við Falsterbo hefst haustfarið í lok júlí, nær hámarki um miðjan október og því lýkur í byrjun nóvember. A vorin koma sparrhaukar til Norður-Evrópu frá marslokum fram í byrjun maí. Sparrhaukur hefur sést þrisvar á ís- landi, tvö tilvik (þrír fuglar) eru frá fartíma að hausti (október) og eitt að vori (apríl): 1. Kvísker í Öræfum, A-Skaft, 26.-28. október 1950, tveir (karlf. imm RM1165, ókyngreindur). Hálfdán Björnsson. Fuglarnir héldu sig í Eystri- Hvammi. Annar þeirra var skotinn 27. október og hinn sást síðast daginn eft- ir. Sparrhaukur hefur sést tvisvar sinnum eftir 1980: Heimaey 20. apríl 1987 (GP og EÓ 1989b) og fullorðinn kvenfugl (RM9864) settist á skip 70 sjómflur suð- austur af landinu 19. október 1988 (GP o.fl. 1991). Sparrhaukar eru flokkaðir í sex undirtegundir (Vaurie 1961a), þar af verpur A.n. nisus í Evrópu og Vestur- Síbiríu og A.n. nisosimilis í Mið- og Austur-Síbiríu. Hinar undirtegundirn- ar fjórar hafa mun suðlægari út- breiðslu og eru minni og dekkri en nisus og nisosimilis. Músvákur (Buteo buteo) Músvákur er algengur varpfugl í Evrópu (I. mynd). Hann er skógar- fugl, gerir sér kvistahreiður í trjám, en stundar veiðar yfir opnu landi. Dansk- ir og skandinavískir músvákar eru að hluta til farfuglar og dvelja í Niður- löndum, Frakklandi og á Spáni á vetr- um. Haustfarið byrjar í ágúst og stendur fram í október. Vorkomutím- inn er mars til apríl. Eitt tilvik er þekkt frá íslandi: Músvák- ur fannst nýdauður í Sellöndum sunnan Mývatns 17. júní 1982 (Ólafur K. Nielsen 1983). Fjallvákur (Buteo lagopus) Fjallvákur er hánorrænn, verpur í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Rússlandi 200
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.