Náttúrufræðingurinn - 1992, Qupperneq 67
flækjast stundum hópum saman út fyr-
ir varpheimkynni sín síðsumars. Þess-
ar göngur eru tíðastar í löndunum við
Eystrasalt. Tvær stórar göngur voru í
júlí og ágúst 1975 og 1979 (Walden-
ström o.fl. 1981).
Kvöldfálkar hafa sést þrisvar sinn-
um á Islandi, tvisvar að vorlagi (apríl)
og einu sinni síðsumars (júlí).
1. Hólmur á Mýrum, A-Skaft, 28.-29. júlí
1980 (karlf. ad RM7063). GP og KHS
(1982).
Kvöldfálki hefur sést tvisvar eftir 1980:
karlfugl 20. apríl 1981 við Hjalla í Ölfusi
(GP og KHS 1983) og karlfugl 18. apríl
1985 við Svínafell í Nesjum (GP og EÓ
1988).
Gunnfálki (Falco subbuteo)
Gunnfálki er varpfugl í Evrópu og
Asíu. Sumarkjörlendi hans er gisið
skóglendi (5. mynd). Gunnfálki verp-
ur í trjám, oftast í gömul kvistahreiður
annarra fugla. Á sumrin lifir hann
mest á fuglum og skordýrum, einnig á
leðurblökum, nagdýrum og eðlum. Á
veturna lifir hann mest á skordýrum,
einkum termítum og engisprettum.
Gunnfálki er farfugl og dveljast evr-
ópskir fuglar í sunnanverðri Afríku á
vetrum. Haustfarið í Norður-Evrópu
byrjar um miðjan ágúst og lýkur um
miðjan október, hámark í september.
Vorkomutími gunnfálkans í Evrópu
er frá lokum apríl fram í lok maí.
Gunnfálki hefur sést 7 sinnum á Is-
landi:
1. Grjótnes á Sléttu, N-Þing, 2.-3. júlí
1970 (karlf. RM1330). Björn Björns-
son. Fuglinn var tekinn af hundi.
Sex tilvik eru kunn eftir 1980; þar af
voru þrír fuglar 17.-24. apríl 1987, einn
við Kvísker, annar í Hveragerði og sá
þriðji settist á skip (GP og EÓ 1989b); hin
þrjú tilvikin eru frá sunnan- og suðaust-
anverðu landinu og frá júní og júlí (GP og
EÓ 1989a, 1989b, GP o.fl. 1992).
Athygli vekur að fjórir fuglar skuli
sjást í júní og júlí, það er utan fartíma.
Hugsanlega hafa einhverjir þessara
gunnfálka komið fyrr um vorið og
dvalið, en það á ekki við um þá alla,
t.d. settist fugl á skip í Grindavíkur-
djúpi 17. júní 1986, 60-70 sjóm. frá
landi.
[Stjörnufálki (Falco lanarius)
Faber (1822) kveðst hafa skotið Falco
lanarius á Akureyri 18. september 1819 en
eintakið er nú löngu glatað. Jónas Hall-
grímsson (1936) kallaði þennan fugl
stjörnufálka. Hér er líklega átt við varg-
fálka (Falco cherrug) sem er sjaldgæfur
varpfugl í austanverðri Evrópu. Við erum
sammála ýmsum fyrri höfundum að taka
þennan fund ekki gildan (sbr. Krúper
1857, Newton 1863, Hantzsch 1905, Bjarni
Sæmundsson 1936, Timmermann 1949).]
Förufálki (Falco peregrinus)
Förufálki hefur mjög víða út-
breiðslu og er varpfugl í öllum heims-
álfum (5. mynd). Á norðurhveli jarð-
ar er hann að finna um mest alla Evr-
ópu, norðanverða Asíu, Norður-
Ameríku og á Grænlandi. Utbreiðsla
förufálkans í Evrópu og Norður-Am-
eríku dróst mikið saman á árunum
1950-70 (Hickey 1969). Orsök fækk-
unarinnar var sú sama og olli stofn-
hruni sparrhauks, nefnilega DDT og
hliðstæð efni. Notkun DDT hefur ver-
ið bönnuð víða á Vesturlöndum um
nokkurt skeið og hefur sú viðleitni
m.a. borið þann árangur að förufálk-
um á Bretlandseyjum hel'ur fjölgað
(Ratcliffe 1980). Sums staðar hafa
verið gerðar tilraunir með að sleppa
förufálkum á svæði þar sem þeir voru
útdauðir. Þetta hefur mikið verið gert
í Norður-Ameríku en einnig nokkuð í
Evrópu, t.d. í Svíþjóð og Þýskalandi.
Þessir förufálkar eru flestir afkvæmi
209