Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1992, Síða 74

Náttúrufræðingurinn - 1992, Síða 74
Jón Jónsson Um bólstraberg og tilheyrandi INNGANGUR Um bólstraberg hefur nokkuð verið bæði rætt og ritað hér á landi, svo ætla má að flestir þekki nú þá berggerð enda er hún næsta venjuleg, einkum innan gosbeltisins. Um uppruna þess og myndunarmáta mun nú varla leng- ur deilt. Pví dæmigerða bólstrabergi fylgir jafnan bólstrabrotaberg. Nafnið skýrir sig sjálft, en hér verður bólstra- berg notað um myndunina í heild. Nokkuð er það sem þessum myndun- um fylgir en lítið hefur, svo ég viti, verið fjallað um, en það er Ijósleitt eða hvítt, fínt efni sem jafnan er milli bólstra og bólstrabrota og fyllir oft bilið milli bólstra í berginu. BÓLSTRABERG í GARÐABÆ Við jarðfræðikortlagningu höfuð- borgarsvæðisins 1954 kom í ljós að bólstraberg og/eða bólstrabrotaberg kemur fram á ströndinni meðfram Arnarnesvogi, svo sem sýnt er á korti sem út kom 1958 (Tómas Tryggvason og Jón Jónsson 1958). Síðar hefur komið í ljós að sama myndun er undir allri byggð í Garðabæ þótt víða sé hún undir grágrýtisþekju, sem þó er hluti af sömu myndun. Þegar Reykjanesbraut var lögð á ár- unum 1983-1984 var sprengt gegnum hæðardrag skammt vestan við Vífils- staði. Neðst og uppeftir sniðinu, sem við það opnaðist, er bólstraberg og bólstrabrotaberg mest áberandi, en ofan á grágrýti í lögum, forn hraun, sem runnið hafa á þurru landi. Vestan megin vegarins sést þetta best og að bólstrabergið fer yfir í venjulegt grágrýti (1. mynd). Það er þar í þunn- um (0,7-l,2 m) lögum sem hallar um nokkrar gráður norður á við og mynd- ar lítið hallandi skálög (foreset bed- ding). Af þessu er ljóst að þetta hefur ekki orðið til undir jökli og ennfremur að hraunið sem þessi lög myndaði hef- ur komið sunnan að, runnið út í vatn og náð þarna að fylla hluta þess upp fyrir yfirborð og eftir það runnið á þurru. Skal nú vikið að því ljósa efni sem fyllir rúm milli bólstra og holur í berg- inu. Yfirleitt virðist hafa verið út frá því gengið að um væri að ræða annað tveggja: jökulleir eða myndbreytt gler (devitrification) úr glerhúð þeirri sem er umhverfis bólstrana. Til þess nú að huga nokkru nánar að því ljósa efni sem áður var nefnt og er svo áberandi í þessu sniði var grafið inn milli bólstra og steina, fínasta efn- ið tekið, siktað frá og undirbúið fyrir athugun í smásjá. Sá undirbúningur var í því fólginn að efnið var soðið í vetnisperoxíði (H202), skolað vel í eimuðu vatni, látið setjast til í bikar í rúma klukkustund eða svo. Næst var svo varlega hrært upp í þessu með glerstaf, dropar settir á glerplötu og látnir gufa þar hægt upp. Þegar þetta var svo skoðað í smásjá með 250-600- Náttúrufræðingurinn 61 (3-^1), hls. 216-218, 1992. 216
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.