Náttúrufræðingurinn - 1992, Qupperneq 74
Jón Jónsson
Um bólstraberg og tilheyrandi
INNGANGUR
Um bólstraberg hefur nokkuð verið
bæði rætt og ritað hér á landi, svo ætla
má að flestir þekki nú þá berggerð
enda er hún næsta venjuleg, einkum
innan gosbeltisins. Um uppruna þess
og myndunarmáta mun nú varla leng-
ur deilt. Pví dæmigerða bólstrabergi
fylgir jafnan bólstrabrotaberg. Nafnið
skýrir sig sjálft, en hér verður bólstra-
berg notað um myndunina í heild.
Nokkuð er það sem þessum myndun-
um fylgir en lítið hefur, svo ég viti,
verið fjallað um, en það er Ijósleitt
eða hvítt, fínt efni sem jafnan er milli
bólstra og bólstrabrota og fyllir oft
bilið milli bólstra í berginu.
BÓLSTRABERG í GARÐABÆ
Við jarðfræðikortlagningu höfuð-
borgarsvæðisins 1954 kom í ljós að
bólstraberg og/eða bólstrabrotaberg
kemur fram á ströndinni meðfram
Arnarnesvogi, svo sem sýnt er á korti
sem út kom 1958 (Tómas Tryggvason
og Jón Jónsson 1958). Síðar hefur
komið í ljós að sama myndun er undir
allri byggð í Garðabæ þótt víða sé hún
undir grágrýtisþekju, sem þó er hluti
af sömu myndun.
Þegar Reykjanesbraut var lögð á ár-
unum 1983-1984 var sprengt gegnum
hæðardrag skammt vestan við Vífils-
staði. Neðst og uppeftir sniðinu, sem
við það opnaðist, er bólstraberg og
bólstrabrotaberg mest áberandi, en
ofan á grágrýti í lögum, forn hraun,
sem runnið hafa á þurru landi. Vestan
megin vegarins sést þetta best og að
bólstrabergið fer yfir í venjulegt
grágrýti (1. mynd). Það er þar í þunn-
um (0,7-l,2 m) lögum sem hallar um
nokkrar gráður norður á við og mynd-
ar lítið hallandi skálög (foreset bed-
ding). Af þessu er ljóst að þetta hefur
ekki orðið til undir jökli og ennfremur
að hraunið sem þessi lög myndaði hef-
ur komið sunnan að, runnið út í vatn
og náð þarna að fylla hluta þess upp
fyrir yfirborð og eftir það runnið á
þurru.
Skal nú vikið að því ljósa efni sem
fyllir rúm milli bólstra og holur í berg-
inu. Yfirleitt virðist hafa verið út frá
því gengið að um væri að ræða annað
tveggja: jökulleir eða myndbreytt gler
(devitrification) úr glerhúð þeirri sem
er umhverfis bólstrana.
Til þess nú að huga nokkru nánar
að því ljósa efni sem áður var nefnt og
er svo áberandi í þessu sniði var grafið
inn milli bólstra og steina, fínasta efn-
ið tekið, siktað frá og undirbúið fyrir
athugun í smásjá. Sá undirbúningur
var í því fólginn að efnið var soðið í
vetnisperoxíði (H202), skolað vel í
eimuðu vatni, látið setjast til í bikar í
rúma klukkustund eða svo. Næst var
svo varlega hrært upp í þessu með
glerstaf, dropar settir á glerplötu og
látnir gufa þar hægt upp. Þegar þetta
var svo skoðað í smásjá með 250-600-
Náttúrufræðingurinn 61 (3-^1), hls. 216-218, 1992. 216