Náttúrufræðingurinn - 1992, Síða 83
slíminu. Gróin eru litlaus, aflöng,
staflaga, 4x1-2 nm.
Erlendis vex fýluböllurinn í ýmiss
konar landi, bæði í skógum og utan
þeirra, oft í görðum og á grasflötum
í bæjum og þorpum, tíðastur um eða
eftir mitt sumar. Hann er nokkuð
algengur um alla Evrópu sunnan við
60. breiddarbaug, en norðan þeirra
marka finnst hann aðeins á veð-
urmildum ströndum, t.d. á vestur-
strönd Noregs. Fer upp í um 1000 m
hæð í Mið-Evrópu (Michael o.fl.
1983).
Hér á landi fannst þessi furðusvepp-
ur ekki fyrr en sumarið 1987 er Hall-
gerður Gísladóttir og Þórir Dagbjarts-
son fundu sérkennilegan illþefjandi
svepp í kirkjugarðinum við Suðurgötu
í Reykjavík. Lýsing þeirra á sveppn-
um gat varla átt við neinn annan
svepp. Við leit í garðinum 15. ágúst
fundust eintök af fýlubelli (Phallus
impudicus). Sveppurinn fannst á
nokkrum leiðum í garðinum á tímabil-
inu frá 15. til 20. ágúst. Sumarið 1989
varð hins vegar ekki vart við sveppinn
þrátt fyrir ítarlega leit.
Hinn 26. ágúst 1990 fannst sveppur-
inn á þremur leiðum í norðausturhluta
garðsins. Par voru bæði fallin aldin og
ný „egg“. Fylgst var með þroskun
nokkurra „eggja“ og teknar myndir
(sjá 7. mynd).
Nú er það alkunna að sveppir geta
vaxið árum saman án þess að þroska
aldin og einnig getur verið að enginn
taki eftir aldinunum árum saman. Því
síðarnefnda er vart til að dreifa unr
fýluböllinn. Bæði sérkennilegt útlit og
fnykurinn sem af aldininu leggur eru
þess eðlis að almenningur ætti að taka
eftir sveppnum. Það bendir því allt til
þess að sveppurinn sé tiltölulega nýleg
viðbót við sveppailóru landsins. Vaxt-
arstaðurinn gefur líka vísbendingu um
að sveppurinn gæti hafa borist hingað
með plöntum sem gróðursettar hafa
verið á leiði í kirkjugarðinum.
GRISJUBELGUR -
Mycocalia denudata (Fr.) Palmer
Aldinið óreglulega belg- eða poka-
laga, stundum pylsulaga, oftast 0,5-
1,5 mm í þvermál og um 1 mm á hæð.
Það er upphaflega hvítt eða gulleitt en
verður brúnleitt við þurrkun og grán-
ar með aldri, umlukt grisjukenndri
himnu, byrðunni, og inniheldur oftast
mörg gróhylki, „egg“, í slímkenndum
massa.
Við þroskun teygist byrðan og
þynnist, svo gróhylkin sjást í gegnum
hana, en jafnframt hnökrast hún að
utan, svo aldinið minnir á örlítinn
grisjupoka, úttroðinn af dvergvöxnum
kartöflum. Að lokum rifnar byrðan og
hverfur að mestu leyti en eftir sitja
„eggin“ í hrúgu á undirlaginu, því þau
eru límug og loða saman. Þau eru
skífulaga, dökkbrún, misjafnlega
mörg eftir stærð aldinpokans, eða allt
frá 2-3 upp í a.m.k. 20-30. Þau eru
ekki ósvipuð kringlóttum púða í lag-
inu, og dældast í miðju þegar þau
þorna, svo þau geta líkst bílhjóli. Þau
eru slétt eða dálítið hrufótt við þurrk,
ýmist glansandi eða mött, ljósgulbrún
fyrst, síðan gulbrún eða grágul og loks
rauðbrún eða kastaníubrún 0,4-0,5
mm í þvermál og 0,20-0,22 mm á
þykkt (íslensku eintökin). Hylkisvegg-
urinn er úr mjög þéttum, dökkrauð-
brúnum vef yst og innst en gisnari og
ljósari vefur á milli. Utan á veggnum
er svo oft ljós- eða grágult, myndlaust
lag, slímið. Frumugerð veggjarins er
„labyrintisk“.
Innan í hylkinu er grómassinn,
blandaður leifum af grókólfum og
kapilluþráðum. Gróin eru tvenns kon-
ar, þ.e. venjuleg kólfgró, sem eru egg-
sporbaugótt, 6,5-9,5x4-7 pm að
stærð, og önnur sem rnunu vera um-
225