Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1992, Qupperneq 83

Náttúrufræðingurinn - 1992, Qupperneq 83
slíminu. Gróin eru litlaus, aflöng, staflaga, 4x1-2 nm. Erlendis vex fýluböllurinn í ýmiss konar landi, bæði í skógum og utan þeirra, oft í görðum og á grasflötum í bæjum og þorpum, tíðastur um eða eftir mitt sumar. Hann er nokkuð algengur um alla Evrópu sunnan við 60. breiddarbaug, en norðan þeirra marka finnst hann aðeins á veð- urmildum ströndum, t.d. á vestur- strönd Noregs. Fer upp í um 1000 m hæð í Mið-Evrópu (Michael o.fl. 1983). Hér á landi fannst þessi furðusvepp- ur ekki fyrr en sumarið 1987 er Hall- gerður Gísladóttir og Þórir Dagbjarts- son fundu sérkennilegan illþefjandi svepp í kirkjugarðinum við Suðurgötu í Reykjavík. Lýsing þeirra á sveppn- um gat varla átt við neinn annan svepp. Við leit í garðinum 15. ágúst fundust eintök af fýlubelli (Phallus impudicus). Sveppurinn fannst á nokkrum leiðum í garðinum á tímabil- inu frá 15. til 20. ágúst. Sumarið 1989 varð hins vegar ekki vart við sveppinn þrátt fyrir ítarlega leit. Hinn 26. ágúst 1990 fannst sveppur- inn á þremur leiðum í norðausturhluta garðsins. Par voru bæði fallin aldin og ný „egg“. Fylgst var með þroskun nokkurra „eggja“ og teknar myndir (sjá 7. mynd). Nú er það alkunna að sveppir geta vaxið árum saman án þess að þroska aldin og einnig getur verið að enginn taki eftir aldinunum árum saman. Því síðarnefnda er vart til að dreifa unr fýluböllinn. Bæði sérkennilegt útlit og fnykurinn sem af aldininu leggur eru þess eðlis að almenningur ætti að taka eftir sveppnum. Það bendir því allt til þess að sveppurinn sé tiltölulega nýleg viðbót við sveppailóru landsins. Vaxt- arstaðurinn gefur líka vísbendingu um að sveppurinn gæti hafa borist hingað með plöntum sem gróðursettar hafa verið á leiði í kirkjugarðinum. GRISJUBELGUR - Mycocalia denudata (Fr.) Palmer Aldinið óreglulega belg- eða poka- laga, stundum pylsulaga, oftast 0,5- 1,5 mm í þvermál og um 1 mm á hæð. Það er upphaflega hvítt eða gulleitt en verður brúnleitt við þurrkun og grán- ar með aldri, umlukt grisjukenndri himnu, byrðunni, og inniheldur oftast mörg gróhylki, „egg“, í slímkenndum massa. Við þroskun teygist byrðan og þynnist, svo gróhylkin sjást í gegnum hana, en jafnframt hnökrast hún að utan, svo aldinið minnir á örlítinn grisjupoka, úttroðinn af dvergvöxnum kartöflum. Að lokum rifnar byrðan og hverfur að mestu leyti en eftir sitja „eggin“ í hrúgu á undirlaginu, því þau eru límug og loða saman. Þau eru skífulaga, dökkbrún, misjafnlega mörg eftir stærð aldinpokans, eða allt frá 2-3 upp í a.m.k. 20-30. Þau eru ekki ósvipuð kringlóttum púða í lag- inu, og dældast í miðju þegar þau þorna, svo þau geta líkst bílhjóli. Þau eru slétt eða dálítið hrufótt við þurrk, ýmist glansandi eða mött, ljósgulbrún fyrst, síðan gulbrún eða grágul og loks rauðbrún eða kastaníubrún 0,4-0,5 mm í þvermál og 0,20-0,22 mm á þykkt (íslensku eintökin). Hylkisvegg- urinn er úr mjög þéttum, dökkrauð- brúnum vef yst og innst en gisnari og ljósari vefur á milli. Utan á veggnum er svo oft ljós- eða grágult, myndlaust lag, slímið. Frumugerð veggjarins er „labyrintisk“. Innan í hylkinu er grómassinn, blandaður leifum af grókólfum og kapilluþráðum. Gróin eru tvenns kon- ar, þ.e. venjuleg kólfgró, sem eru egg- sporbaugótt, 6,5-9,5x4-7 pm að stærð, og önnur sem rnunu vera um- 225
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.