Náttúrufræðingurinn - 1992, Side 99
óviðeigandi nafn, en það er aðeins til-
laga. Fleiri svona myndanir eru í
þessu hrauni og ein 30-40 m djúp og
öllu flóknari að gerð, allnokkru aust-
ar. Skálarbarmshellir svokallaður í
Skálafelli á Reykjanesi er strompur á
stuttri og að öðru leyti lokaðri hraun-
rás frá gígbollanum. Þar sem rásin
(hellirinn) endar tekur við hrauntröð.
Strompurinn á Djúpahelli í Bláfjöllum
er vegna gasútstreymis. Eitt op á Stef-
ánshelli er ef til vill sams konar mynd-
un. Allar þessar myndanir eru örsmá-
ar miðað við Þríhnúkagíg og hafa ann-
að myndunarferli en hann þær eru
allar einhvers konar strompar á lárétt-
um hraunrásum, ýmist yfir goskatlin-
um sjálfum eða neðar á hraunrásinni.
í Þríhnúkagíg hefur eldstöðin sjálf
tæmst niður á við og er það afar sér-
stakt. Þríhnúkagígur er dýpsta þekkta
myndun sinnar tegundar í veröldinni
og með þeim stærstu.
HITASTIG OG AÐSTÆÐUR
Lofthiti á yfirborði þennan dag
06.04.’91 var frá -t-10°C upp í -t-2 -
-r3°C. Hiti á botni gígketilsins var
+4°C og fylgdist maður með hvernig
snjór sem féll þar bráðnaði nokkuð
hratt. Hiti neðst á 200 m dýpi var
+5°C. Hitastig grunnvatns á þessum
slóðum er +4,8°C (Kristján Sæmunds-
son, munnlegar uppl.).
Það var norðaustan gola að morgni
þennan dag og þurrt, en jók í þegar
leið á daginn. Þannig trekkti eins vel
og hugsast gat í gígkatlinum. Því var
þar minni gufa eða þoka en venjulega
og aðstæður til myndatöku og athug-
unar eins góðar og hugsast getur.
ÍHUGUN UM NAFNGIFTIR
Eina viðurkennda örnefnið á þess-
um slóðum er Þríhnúkar. Þríhnúka-
gígur er í sjálfu sér aðeins lýsing á fyr-
irbrigðinu en einnig sæmilegt nafn.
Gígur hefur í mínum huga ýmsa
merkingu allt frá gjallhnúk, jafnvel án
gígbolla, til gígops með óskilgreindri
dýpt. Margir kalla gíginn Holuna eða
Gatið í Þríhnúkum. Fleira er til, t.d.
Svartholið og Þríhnúkahellir. Engar
sérstakar reglur eru til um ný örnefni í
óbyggðum íslands. Hvað hnúkana
varðar mætti kalla suðvestasta hnúk-
inn Háhnúk, þann í miðið Miðhnúk
og þann norðaustasta Holhnúk.
Hrauntjörnina í gígskál eldra Þrí-
hnúkahrauns má nefna Spöngina (út
frá lögun hennar og eins spengir hún
loft gímaldsins undir henni). Hol-
lmúkur stendur við austurbrún Spang-
arinnar. Efsta hluta gosrásarinnar má
nefna Stút (lögun Þríhnúkagígs er eins
og risastór flaska). Gengur maður þá
á Holhnúk og horfir ofan í Stútinn á
Þríhnúkagíg. Einnig má hugsa sér að
maður horfi ofan í Gatið og undir sé
Holan eða Svartholið. Nýnefni þessi
eru einungis tillögur annars vegar og
hins vegar þau nöfn sem mér er kunn-
ugt um að hafi verið notuð - hefðin
ræður síðan hvað lifir af.
AÐ LOKUM
Lagt hefur verið til við Náttúru-
verndarráð og Bláfjallanefnd að norð-
austasti Þríhnúkurinn, innihald hans
og næsta nágrenni verði friðlýst sér-
staklega.
Fólk sem leggur leið sína að gígop-
inu er beðið að ganga hrygginn á aust-
urhlið hnúksins og síðan upp göngu-
stíginn sem þar er kominn upp á koll-
inn. I hlíðunum vex mosi og annar
viðkvæmur gróður á lausu gjalli og er
fólk eindregið beðið að hlífa honum.
Á gígbarminum er laus möl og get-
ur fólki auðveldlega skrikað þar fótur.
Varasamar hengjur hylja opið, sem er
efst í hnúknum suðvestantil, að
nokkru eða öllu að vetri og göngu-
skíðafólk og aðrir sem leið eiga um á
241