Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1992, Page 99

Náttúrufræðingurinn - 1992, Page 99
óviðeigandi nafn, en það er aðeins til- laga. Fleiri svona myndanir eru í þessu hrauni og ein 30-40 m djúp og öllu flóknari að gerð, allnokkru aust- ar. Skálarbarmshellir svokallaður í Skálafelli á Reykjanesi er strompur á stuttri og að öðru leyti lokaðri hraun- rás frá gígbollanum. Þar sem rásin (hellirinn) endar tekur við hrauntröð. Strompurinn á Djúpahelli í Bláfjöllum er vegna gasútstreymis. Eitt op á Stef- ánshelli er ef til vill sams konar mynd- un. Allar þessar myndanir eru örsmá- ar miðað við Þríhnúkagíg og hafa ann- að myndunarferli en hann þær eru allar einhvers konar strompar á lárétt- um hraunrásum, ýmist yfir goskatlin- um sjálfum eða neðar á hraunrásinni. í Þríhnúkagíg hefur eldstöðin sjálf tæmst niður á við og er það afar sér- stakt. Þríhnúkagígur er dýpsta þekkta myndun sinnar tegundar í veröldinni og með þeim stærstu. HITASTIG OG AÐSTÆÐUR Lofthiti á yfirborði þennan dag 06.04.’91 var frá -t-10°C upp í -t-2 - -r3°C. Hiti á botni gígketilsins var +4°C og fylgdist maður með hvernig snjór sem féll þar bráðnaði nokkuð hratt. Hiti neðst á 200 m dýpi var +5°C. Hitastig grunnvatns á þessum slóðum er +4,8°C (Kristján Sæmunds- son, munnlegar uppl.). Það var norðaustan gola að morgni þennan dag og þurrt, en jók í þegar leið á daginn. Þannig trekkti eins vel og hugsast gat í gígkatlinum. Því var þar minni gufa eða þoka en venjulega og aðstæður til myndatöku og athug- unar eins góðar og hugsast getur. ÍHUGUN UM NAFNGIFTIR Eina viðurkennda örnefnið á þess- um slóðum er Þríhnúkar. Þríhnúka- gígur er í sjálfu sér aðeins lýsing á fyr- irbrigðinu en einnig sæmilegt nafn. Gígur hefur í mínum huga ýmsa merkingu allt frá gjallhnúk, jafnvel án gígbolla, til gígops með óskilgreindri dýpt. Margir kalla gíginn Holuna eða Gatið í Þríhnúkum. Fleira er til, t.d. Svartholið og Þríhnúkahellir. Engar sérstakar reglur eru til um ný örnefni í óbyggðum íslands. Hvað hnúkana varðar mætti kalla suðvestasta hnúk- inn Háhnúk, þann í miðið Miðhnúk og þann norðaustasta Holhnúk. Hrauntjörnina í gígskál eldra Þrí- hnúkahrauns má nefna Spöngina (út frá lögun hennar og eins spengir hún loft gímaldsins undir henni). Hol- lmúkur stendur við austurbrún Spang- arinnar. Efsta hluta gosrásarinnar má nefna Stút (lögun Þríhnúkagígs er eins og risastór flaska). Gengur maður þá á Holhnúk og horfir ofan í Stútinn á Þríhnúkagíg. Einnig má hugsa sér að maður horfi ofan í Gatið og undir sé Holan eða Svartholið. Nýnefni þessi eru einungis tillögur annars vegar og hins vegar þau nöfn sem mér er kunn- ugt um að hafi verið notuð - hefðin ræður síðan hvað lifir af. AÐ LOKUM Lagt hefur verið til við Náttúru- verndarráð og Bláfjallanefnd að norð- austasti Þríhnúkurinn, innihald hans og næsta nágrenni verði friðlýst sér- staklega. Fólk sem leggur leið sína að gígop- inu er beðið að ganga hrygginn á aust- urhlið hnúksins og síðan upp göngu- stíginn sem þar er kominn upp á koll- inn. I hlíðunum vex mosi og annar viðkvæmur gróður á lausu gjalli og er fólk eindregið beðið að hlífa honum. Á gígbarminum er laus möl og get- ur fólki auðveldlega skrikað þar fótur. Varasamar hengjur hylja opið, sem er efst í hnúknum suðvestantil, að nokkru eða öllu að vetri og göngu- skíðafólk og aðrir sem leið eiga um á 241
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.