Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1992, Síða 102

Náttúrufræðingurinn - 1992, Síða 102
þá skel. Um það bil ársgamlar yfirgefa þær þennan setstað sinn með því að losa spunaþræðina og setjast á botn- inn. Aldur og vöxtur hörpudisks hefur verið ákvarðaður af vaxtarbaugum á yfirborði skeljanna og í ljós hefur komið að meðalstærð eftir aldri getur verið breytileg eftir svæðum og dýp- inu sem hann hefur vaxið á (Hrafnkell Eiríksson, 1986). Vöxturinn er yfir- leitt hægur, 8-10 mm á ári fyrstu 5-6 árin, en síðan dregur verulega úr hon- um. Erfitt er að geta sér til um há- marksaldur hörpudisks en sjaldgæft er að finna skeljar stærri en 10-12 cm á hæð, en þær gætu verið um 20 ára gamlar. Ræktun disktegunda í heiminum hefur aukist gífurlega s.l. 10 ár. Or- sökin er meðal annars fullnýting eða ofveiði á ýmsum þeirra. Þegar svo er komið verður afrakstur úr stofnunum í mörgum tilfellum ekki aukinn nema með eldi. Rannsóknir á skeldýrum hafa sýnt að ræktaðir einstaklingar vaxa mun hraðar en villtir og að gæði þeirra eru meiri, þar sem þeir hafa þynnri skeljar og meira kjötinnihald. Japanir eru mesta ræktunarþjóð heims og rækta þeir mest af japans- diski (Patinopecten yessoensis). I Evr- ópu eru það aðallega tvær tegundir sem veiddar hafa verið og á síðari ár- um ræktaðar, risadiskur (Pecten max- imus) og maríudiskur (Pecten opercu- laris). Tækni Japana, sem er frekar einföld, hefur verið notuð við ræktun í Evrópu með ágætis árangri. Byggist hún á því að lirfum er safnað í náttúr- unni í þar til gerða safnara eða þær ræktaðar í eldisstöðvum. Þegar þær hafa náð ákveðinni stærð er þeim komið fyrir í ræktunarbúrum á æski- legu dýpi úti í sjó til framhaldsræktun- ar. Eftir ár í ræktunarbúrunum eru skeljarnar grisjaðar og þeim komið fyrir á ný í búrum eða á sjávarbotni þar sem þær vaxa upp í sláturstærð. Stór kostur við diskaeldi er að ekki þarf að fóðra dýrin sem eru í búrum eða söfnurum úti í sjó. Hörpudiskurinn (Chlamys island- ica) er lang útbreiddasta og stærsta tegund diskaættarinnar hérlendis og sú eina sem er áhugaverð fyrir Islend- inga með tilliti til ræktunar. Þær rann- sóknir sem hér er greint frá eru hluti tilraunaeldis á hörpudiski, þar sem lirfum var safnað í sjónum og þær síð- an ræktaðar áfram í eldisbúrum þar til ákveðinni stærð var náð. Ef safna á lirfum hörpudisks er nauðsynlegt að þekkja kynþroskaferli og hrygningartíma dýranna. Einnig er nauðsynlegt að vita hversu langan tíma lirfurnar eru sviflægar áður en þær setjast, til að hægt sé að koma söfnurunum fyrir í sjó á réttum tíma. Staðsetning safnaranna skiptir einnig máli, því mikilsvert er að koma þeim fyrir á því dýpi þar sem lirfurnar halda sig aðallega. Gerð lirfusafnaranna er mikilvæg, þar sem nauðsynlegt er að safna sem flestum lirfum. Safnararnir eiga að virka sem gildra, þar sem lirf- urnar komast inn, setjast á undirlag og festa sig með spunaþráðum, en komast síðan ekki út aftur þegar þær losa þræðina og gera sig líklegar til að flytja sig úr stað. EFNI OG EFNIVIÐUR Hörpudiski var safnað með plógi vestan við Stykkishólm í Breiðafirði í júlí 1988. Einstaklingar, 70-80 mm háir, voru valdir úr veiðinni og þeim komið fyrir í búrum á 20 m dýpi í grennd við söfnunarstaðinn (65°03'N, 22°51'V). Notuð voru 30 búr og voru 20-25 ein- staklingar í hverju búri. Um það bil mánaðarlcga, frá ágúst 1988 til ágúst 1990, var eitt búr tekið upp og tæmt. Sólarhring seinna voru kynkirtlar dýr- 244
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.