Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1992, Page 112

Náttúrufræðingurinn - 1992, Page 112
„vatnshverunum“ sem þar eru sýndir hefði átt að sjást undir því formerki utan einn í Ölfusi og einn í sjó við Alftanes, en hann vantar. Margt af þessu er horfið, sumt eru borholur og hitt volgrur eða laugar. Hér hefði mátt nýta plássið í ytri ramma kortsins til skýringar. Sérkort er af Hengils- svæðinu. A það vantar hverina í Innstadal og í Hverahlíð, sem þó er lýst í kaflanum. Agætt jafnvægi er í lýsingu borg- firsku hveranna og fylgja prýðisgóðar myndir og kort. Þar er mynd af þeim rétta Englandshver, en rennslið úr honum er sagt að sé 7 1/s. Rétt er tæp- ir 3 1/s. Helstu hverirnir í Breiðafjarðar- eyjum eru taldir. Synd er að hvorki fylgja myndir né kort, því að allt er hér ósnert af mannshöndinni. Á Vest- fjarðakjálkanum eru nokkur hvera- svæði, hin stærstu á Reykhólum og í Reykjanesi. Enn er margt að sjá á báð- um stöðunum þrátt fyrir vatnsmiklar borholur, en höfundar eru uggandi um framtíð hveranna ef svo fer fram sem horfir um nýtingu vatns úr þeim. Þarna getur reynst erfitt að finna málamiðlun. Fróðlegt hefði verið að sýna að minnsta kosti eitt dæmi um tengsl hvera við smíðagalla í berggrunninum, eins og höfundar komast einhvers staðar að orði og eiga þar við misgengi, ganga og sprungur. Óvíða hefði verið betra tæki- færi til þess en á Reykjarnesi í Stranda- sýslu, þar sem klappirnar kringum hverina eru nánast berar. Á Norðurlandi er fátt orðið um hveri utan Þingeyjarsýslu. Höfundar dvelja lengi við hverina í Reykjahverfi og gera þeim ágæt skil sem vert er. Háhitasvæðin í sýslunni og á miðhá- lendinu fá hæfilegt rúm og greint er frá helstu einkennum hvers þeirra. Kortin sem fylgja eru ekki nógu góð. Þar hefði þurft litaprentun og meiri upplausn á hverasvæðunum sjálfum. Illa kann ég því að vera borinn fyrir hverum við Frostastaðavatn. Ekki er minnst á hveri í Skaftafells- sýslum. Þar er þó jarðhiti sem nær því að heita hver. Hann er í Morsárdal, en þangað mun fáförult. Jarðhitanum á Suðurlandi er lýst í myndum og les- máli, en sums staðar dálítið flausturs- lega, t.d. þar sem fjallað er um Hellis- holt í norðurjaðri Flúða, talað er um mestan jarðhita á Reykjaflöt í landi Reykjabóls, en hverinn er einn og stakur í hlíðinni ofanvið. Sagt er að áður hafi verið hverir í Skipholti og Kotlaugum, en þar mun átt við einn og sama hverinn. Fjalla-Eyvind sjá höfundar fyrir sér hryggan yfir horfn- um Kotlaugahver. Hví ekki með gleðibragði yfir vel heppnaðri virkjun hversins ef hann kunni öðrum betur að nýta sér jarðhita? Sumt af því sem nefnt er vantar á kortið af Suður- landshverunum. Öðru er þar ofaukið eða á röngum stað. Síðustu 20 síður bókarinnar eru helgaðar Geysissvæð- inu. Sá kafli þótti mér bestur í bókinni. Myndirnar í þeim kafla standast þó ekki samjöfnuð við myndirnar í Hvítár- bók Hjálmars R. Bárðarsonar. Myndin af Strokk að gjósa í miðnætursólinni er ljót, og nóg hefði verið að nefna kvöld- sól. Sápugosmyndirnar af Geysi eru of dökkar, og alveg hefur mistekist að ná litunum í Blesa. Þar gildir hið sama um myndina í inngangskaflanum. Kostir bókarinnar eru að hún er bæði fræðandi og lipurlega samin. Hún hvetur mjög til betri umgengi við hverina og hverasvæðin. Mér og öðr- um syndaselum kennir hún hvernig megi varðveita hveri þótt borað sé. Almennur lesandi og ferðamaður get- ur sótt í hana töluverðan fróðleik og hjá mörgum kann hún að vekja áhuga á að vita meira og þá er vel. Kristján Sæmundsson 254
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.