Fréttablaðið - 27.06.2009, Side 22

Fréttablaðið - 27.06.2009, Side 22
22 27. júní 2009 LAUGARDAGUR H inn 12. júní 2009, eftir óvenjulega harða kosninga- baráttu, voru for- setakosningar í Íran. Metþátttaka var í kosningunum og neyddust stjórnvöld til þess að halda kjör- stöðum opnum fjórum klukku- stundum lengur en áætlað hafði verið. Það kom því sumum á óvart þegar var tilkynnt um endurkjör forsetans Mahmouds Ahmadin- ejad aðeins fjórum klukkustund- um eftir að síðustu kjörstöðum var lokað. Hann var sagður hafa hlotið rúmlega sextíu prósent atkvæða, en helsti keppinautur hans, fyrr- verandi forsætisráðherrann Mir- Hossein Mousavi, rúmlega þrjátíu prósent. Mousavi og stuðnings- menn hans héldu því strax fram að brögð hefðu verið í tafli og stór- fellt kosningasvindl framið. Mótmælin Tugir þúsunda mótmæltu á götum höfuðborgarinnar Teheran og ann- ars staðar daginn eftir kosningar. Æðsti leiðtogi Írans, Ayatollah Ali Khamenei, tilkynnti þá að ásakanir um kosningasvindl yrðu skoðaðar. Það varð þó ekki til þess að róa mót- mælin, og í framhaldinu voru fjöl- mennir útifundir haldnir hjá bæði stuðningsmönnum og andstæðing- um forsetans. Hinn 15. júní komu hundruð þúsunda saman til að mót- mæla. Lögregla skaut á mótmælend- ur og að minnsta kosti sjö létu lífið. Degi síðar var erlendum frétta- mönnum meinað að stunda vinnu sína á götum úti og allar götur síðan hefur reynst erfitt að fá atburði eða dánartölur staðfestar. Mótmælin héldu áfram næstu daga. Föstudag- inn 19. júní, viku eftir kosningarnar, ræddi Khamenei kosningarnar aftur í föstudagspredikun sinni. Þar hót- aði hann harðari aðgerðum gagnvart mótmælendum ef þeir héldu áfram, og neitaði því að svindlað hefði verið í kosningunum. Mótmælin héldu þó áfram og að minnsta kosti tíu til við- bótar hafa verið drepnir í þeim. Þá segja yfirvöld að átta sérsveitar- menn úr Basij-sveitunum hafi látið lífið. Mótmælin eru þau langfjölmenn- ustu frá því í byltingunni árið 1979, þegar íslamska lýðveldið var stofn- að. Mousavi og Ahmadinejad Mousavi var forsætisráðherra í Íran á árunum 1980 til 1988, á tímum stríðsins við Írak. Árið 1989 var stjórnarskránni breytt þannig að staða forsætisráðherra var ekki lengur til. Hann hefur ekki gegnt opinberu embætti síðan. Í mars til- kynnti hann framboð til forseta. Mousavi er umbótasinni og fékk stuðning annarra slíkra í landinu, meðal annars dró annar forseta- frambjóðandi sig til baka þegar Mousavi tilkynnti framboðið. Hann boðaði aukið tjáningarfrelsi, fjöl- miðlafrelsi og kvenfrelsi og lofaði að skipa konu í ríkisstjórn sína næði hann kjöri. Kvenréttindi voru nokkuð í umræðunni fyrir kosn- ingarnar, en samkvæmt lögum í Íran hafa konur og karlar ekki sama rétt í skilnaðar-, forræðis- og erfðamálum og ekki heldur þegar kemur að sakamálum. Forsetinn Mahmoud Ahmadin- ejad var kjörinn árið 2005 og var fyrsti forsetinn í 24 ár sem ekki var einnig klerkur. Stuðningsmenn hans eru aðallega úr fátækari og trúaðri hlutum þjóðfélagsins, og hann nýtur stuðnings Leið- togaráðsins, sem er stjórn æðstu klerka landsins. Hann hefur verið mjög umdeildur á Vesturlöndum, ekki síst vegna stuðnings við sam- tök eins og Hizbollah í Líbanon og Hamas í Palestínu, og þeirra ummæla sinna að Helför gyðinga hafi aldrei átt sér stað. Framhaldið Æðsti leiðtoginn Ayatollah Ali Khamenei hefur þvertekið fyrir að kosið verði á nýjan leik þrátt fyrir kröfur þess efnis. Þó hefur verið viðurkennt að í fimmtíu borgum hafi greidd atkvæði verið fleiri en fjöldi fólks á kjörskrá. Þetta voru alls um þrjár milljónir atkvæða. Mótmæli eins og þau sem hafa verið undanfarnar vikur eru á undanhaldi vegna aukins ofbeldis, en Mousavi hefur tilkynnt að hann muni sækja um leyfi til þess að halda mótmæli á næst- unni. Ahmadinejad mun sverja eið sem forseti fyrir 15. ágúst næst- komandi. Átök þjóðfélagshópa í Íran Íran hefur verið mikið í fréttum undanfarnar tvær vikur, frá því að kosið var í forsetakosningum í landinu hinn 12. júní. Hörð mótmæli brutust út eftir að úrslitin voru tilkynnt og hafa ásakanir um kosningasvindl verið háværar. Þórunn Elísabet Bogadóttir fór yfir atburðina og kynnti sér helstu frambjóðendurna í kosningunum. HVAR ER ATKVÆÐIÐ MITT? Stuðningsmenn Mousavis mótmæltu svo tugþúsundum skipti fyrstu dagana eftir kosningarnar. Grænn var einkennislitur í kosningabaráttu Mousavis og varð einnig mjög áberandi í mótmælunum. NORDICPHOTOS/AFP MIÐBORG TEHERAN Hörð mótmæli voru hinn 20. júní, daginn eftir að æðsti leiðtogi landsins hafði hótað harðari aðgerðum gagnvart þeim sem mótmæltu. Þúsundir fóru samt út á götur og kveikt var í, meðal annars í þessari rútu. Mikil átök brutust út þegar lögregla og sérsveitir réðust gegn mótmælendum. MÓTMÆLT UM ALLAN HEIM Írönsk kona í Los Angeles í Bandaríkjunum heldur á mynd af ungri konu, Nedu, sem var skotin í mótmælum. Atvikið náðist á myndband og fór um allan heim á Youtube. Neda hefur orðið að eins konar táknmynd mótmæl- anna. Mótmælt hefur verið víða á Vesturlöndum vegna atburðanna í Íran. Hanna Björk Valsdóttir bjó í Teher- an árið 2007 og er enn í daglegu sambandi við fólk sem þar býr. Margir vina hennar tóku þátt í mótmælunum í upphafi. Hún segir þó að myndband sem sýndi unga konu sem hét Neda deyja eftir að hafa verið skotin í mótmælunum hafi breytt miklu. „Þá varð fólk miklu hræddara í Íran. Þeir sem ég þekki og voru að mótmæla þora ekki lengur að vera með. Það eru bara þeir hörðustu, sem eru jafnvel tilbúnir að deyja, sem halda áfram.“ Hanna segir ákveðið vonleysi meðal fólks og það sé dapurt yfir stöðu mála. Hún segir líka greinilegt að fólk sé hræddara við að tjá sig, því bæði séu símar hleraðir og fylgst með internetinu, sem er ritskoðað. Það kemur Hönnu ekkert á óvart að konur taki þátt í mótmælunum, en það hefur vakið athygli í vestrænum fjölmiðlum. „Fyrir mér er þetta alveg jafnt, konur og karlar eru alveg jöfn í þessu. Það er stór lagalegur munur á stöðu kynjanna, og samkvæmt lögunum er konan bara hálfur maður. En í viðhorfi fólksins er enginn munur. Samfélagið er þannig langt á undan lögunum. Ef þú tekur ungt fólk og háskólakrakka þá eru konur og karlar alveg jöfn, jafnt hugsandi og með sömu skoðanir. Stelpur taka jafn mikinn þátt í öllu og strákar. Þær þurfa náttúrlega að vera með slæðuna á hausnum en það er það eina. Strákunum finnst jafn leiðinlegt að sjá stelpurnar þurfa að hylja sig þegar farið er út. Bræður þurfa að horfa á systur sínar, eða bara feður að horfa á dætur sínar þurfa að hylja sig. Karlmenn eru jafn mikið á móti því – ef þú ert á þeim stað í þjóðfélag- inu,“ segir Hanna. Hún segir muninn miklu frekar liggja í stéttaskiptingu og menntun og mjög mikill munur sé á borginni og sveitum. „Það er bara munur á þjóðfélagshópum, en ekki körlum og konum. Það fer eftir því hvort það er fátæk og ómenntuð fjölskylda sem hefur bara alist upp við að lesa Kóraninn og hlustar á allt sem stjórnin segir, eða er ágætlega stæð í Teheran og börnin ganga í skóla.“ SAMFÉLAGIÐ ER LANGT Á UNDAN LÖGUM HANNA BJÖRK VALSDÓTTIR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.