Fréttablaðið - 27.06.2009, Side 34
27. júní 2009 LAUGAR-
DAGUR
2
„Við ætlum að flytja íslenska
þjóðlagatónlist en Snorri Sigfús
Birgis son tónskáld hefur útsett
fyrir okkur fimm þjóðlög á mjög
ein lægan og sniðugan hátt. Við
frumfluttum þessi lög á Þjóðlaga-
hátíðinni á Siglufirði en flytjum
þau nú í Gljúfrasteini auk þjóðlaga
sem við höfum leikið okkur með,“
segir Herdís Anna Jóns dóttir
víóluleikari en hún og Steef van
Oosterhout slagverksleikari verða
með stofutónleika á Gljúfrasteini
á morgun klukkan fjögur.
„Það eru nú hæg heima tökin þar
sem við erum hjón en við erum
bæði hljóðfæraleikarar í Sinfóníu-
hljómsveit Íslands. Eitt okkar
helsta áhugamál er að leika okkur
með þennan þjóðararf, íslensku
þjóðlögin, og gerum við þetta á
frekar óhefðbundinn hátt. Ég er
til dæmis ekkert endilega að spila
á víóluna allan tímann heldur
geri ég ýmislegt fleira,“ út skýrir
Herdís Anna íbyggin en Steef
mun meðal annars spila á steina-
spil Páls frá Húsafelli. „Hann er
mjög góður vinur okkar og hefur
gefið okkur tvær áttundir af stein-
um. Einhverjir galdrar eru fólgn-
ir í þeim hljómaheimi sem fylgir
steinunum og út frá þeim fórum
við að leika okkur með þjóðlögin
sem eru sérlega til þess fallin að
þau séu leikin á steinaspil,“ segir
hún og bætir við að mikil stemn-
ing myndist í kringum steinaspil-
ið. „Ég efast ekki um að í svona
nánu umhverfi, eins og er á
Gljúfrasteini, myndist líka sérstök
stemning. Það gerist vart huggu-
legra en að halda tónleika í stofu,
það verður alltaf öðruvísi and-
rúmsloft í svona rými. Svo bara
lokar maður augunum og svífur
inn til miðalda.“
Efnisskrána hafa þau hjón-
in flutt í fjölmörgum kirkjum og
söfnum á Íslandi og hlotið mikið
lof fyrir. „Tónleikarnir eru ekki
nema hálftími þannig að þá þarf
fólk síður að setja sig í einhverj-
ar stellingar. Þú getur þess vegna
komið ofan af Esju eða heiðinni og
sest þarna aðeins inn og notið tón-
leikanna,“ segir Herdís Anna og
segir tónleikana henta öllum og þá
ekki síst þeim sem unna íslenskri
tónlist.
Stofutónleikar Gljúfrasteins
standa til boða alla sunnudaga í
sumar en Gljúfrasteinn sjálfur er
opinn alla daga í sumar frá klukk-
an níu til fimm.
hrefna@frettabladid.is
Þjóðlög á Gljúfrasteini
Dúó stemma, sem samanstendur af Herdísi Önnu Jónsdóttur víóluleikara og Steef van Oosterhout slag-
verksleikara, heldur stofutónleika á Gljúfrasteini á morgun. Þar verður íslensk þjóðlagatónlist á dagskrá.
JAPÖNSK MATARGERÐ hefur verið áberandi á Grand hótel Reykja-
vík að undaförnu í tengslum við Japanska daga. Í kvöld gefst síðasta færi
á að smakka á herlegheitunum þar sem dögunum lýkur þar í kvöld.
Dúó Stemma samanstendur af hjónunum Herdísi Önnu Jónsdóttur víóluleikara og Steef van Oosterhout slagverksleikara en þau
hafa sérstaka ánægju af því að leika sér með íslensk þjóðlög. MYND/DÚÓ STEMMA
ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236
BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR
• Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli
• Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir
Hjálpaðu umhverfinu með
Blaðberanum
Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24
alla virka daga frá kl. 8-17.
...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...