Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.06.2009, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 27.06.2009, Qupperneq 34
 27. júní 2009 LAUGAR- DAGUR 2 „Við ætlum að flytja íslenska þjóðlagatónlist en Snorri Sigfús Birgis son tónskáld hefur útsett fyrir okkur fimm þjóðlög á mjög ein lægan og sniðugan hátt. Við frumfluttum þessi lög á Þjóðlaga- hátíðinni á Siglufirði en flytjum þau nú í Gljúfrasteini auk þjóðlaga sem við höfum leikið okkur með,“ segir Herdís Anna Jóns dóttir víóluleikari en hún og Steef van Oosterhout slagverksleikari verða með stofutónleika á Gljúfrasteini á morgun klukkan fjögur. „Það eru nú hæg heima tökin þar sem við erum hjón en við erum bæði hljóðfæraleikarar í Sinfóníu- hljómsveit Íslands. Eitt okkar helsta áhugamál er að leika okkur með þennan þjóðararf, íslensku þjóðlögin, og gerum við þetta á frekar óhefðbundinn hátt. Ég er til dæmis ekkert endilega að spila á víóluna allan tímann heldur geri ég ýmislegt fleira,“ út skýrir Herdís Anna íbyggin en Steef mun meðal annars spila á steina- spil Páls frá Húsafelli. „Hann er mjög góður vinur okkar og hefur gefið okkur tvær áttundir af stein- um. Einhverjir galdrar eru fólgn- ir í þeim hljómaheimi sem fylgir steinunum og út frá þeim fórum við að leika okkur með þjóðlögin sem eru sérlega til þess fallin að þau séu leikin á steinaspil,“ segir hún og bætir við að mikil stemn- ing myndist í kringum steinaspil- ið. „Ég efast ekki um að í svona nánu umhverfi, eins og er á Gljúfrasteini, myndist líka sérstök stemning. Það gerist vart huggu- legra en að halda tónleika í stofu, það verður alltaf öðruvísi and- rúmsloft í svona rými. Svo bara lokar maður augunum og svífur inn til miðalda.“ Efnisskrána hafa þau hjón- in flutt í fjölmörgum kirkjum og söfnum á Íslandi og hlotið mikið lof fyrir. „Tónleikarnir eru ekki nema hálftími þannig að þá þarf fólk síður að setja sig í einhverj- ar stellingar. Þú getur þess vegna komið ofan af Esju eða heiðinni og sest þarna aðeins inn og notið tón- leikanna,“ segir Herdís Anna og segir tónleikana henta öllum og þá ekki síst þeim sem unna íslenskri tónlist. Stofutónleikar Gljúfrasteins standa til boða alla sunnudaga í sumar en Gljúfrasteinn sjálfur er opinn alla daga í sumar frá klukk- an níu til fimm. hrefna@frettabladid.is Þjóðlög á Gljúfrasteini Dúó stemma, sem samanstendur af Herdísi Önnu Jónsdóttur víóluleikara og Steef van Oosterhout slag- verksleikara, heldur stofutónleika á Gljúfrasteini á morgun. Þar verður íslensk þjóðlagatónlist á dagskrá. JAPÖNSK MATARGERÐ hefur verið áberandi á Grand hótel Reykja- vík að undaförnu í tengslum við Japanska daga. Í kvöld gefst síðasta færi á að smakka á herlegheitunum þar sem dögunum lýkur þar í kvöld. Dúó Stemma samanstendur af hjónunum Herdísi Önnu Jónsdóttur víóluleikara og Steef van Oosterhout slagverksleikara en þau hafa sérstaka ánægju af því að leika sér með íslensk þjóðlög. MYND/DÚÓ STEMMA ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir Hjálpaðu umhverfinu með Blaðberanum Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.