Fréttablaðið - 27.06.2009, Síða 68

Fréttablaðið - 27.06.2009, Síða 68
40 27. júní 2009 LAUGARDAGUR „Ég var svo gott sem búinn að tryggja mér miða, sem betur fer var maður ekki búinn að panta sér flugfarið og hótel,“ segir Auðunn Blöndal, einn mesti Michael Jack- son-aðdáandi þjóðarinnar. Auðunn hefur stundum brugðið sér í líki poppkóngsins á skemmt- unum við mikinn fögnuð við- staddra og skemmtikrafturinn á bæði silfurhanska og hatt, tvennu sem Jackson gerði fræga á sínum tíma. „Ég er nú samt aðeins far- inn að efast um þennan Jack- son-áhuga minn, ég er búinn að fá sms-skeyti í allan dag, þetta hefur kannski verið aðeins of mikið af hinu góða. Menn láta bara eins og ég hafi misst bróður minn.“ ÆTLAÐI AÐ SJÁ GOÐIÐ Í SUMAR Söngkonan Anna Mjöll Ólafsdóttir hitti Michael Jackson á Neverland-búgarðin- um árið 1993. „Vinur minn tók mig með sér upp á búgarðinn eftir að hafa unnið vídeó- samkeppni á MTV. Við vorum þar yfir helgi og ég hitti hann alveg óvart,“ segir Anna Mjöll. „Það var ofsalega flott að keyra þarna upp að. Það var spiluð músík úti um allan garð og svo komum við loksins að húsinu og sáum þá tívolíið og sundlaugina. Það var svolítið skrítið að sjá tívolí þar sem enginn er. Þetta var ofsalega flott en það var skrít- in kyrrð yfir þessu. Svo fóru allir í bíó um kvöldið en ég fór út eftir kortér, fann tölvu- leikjasal og fór að skoða hann. Allt í einu sá ég að það var einhver að horfa inn um glugg- ann og þá var það Michael. Hann kom ekki inn og ég ákvað að láta hann í friði. Síðan lét ég mig hverfa en þá heyrði ég í einhverjum labba á bak við mig og þá voru það hann og lítill frændi hans. Hann spurði mig hvort ég vildi koma með þeim í golf- kerruna og ég sagði ókei,“ segir Anna. „Við keyrðum út um allan garðinn og hann sýndi mér dýrin, uppáhalds- slöngurnar sínar og tarantúlur og lét mig fara í öll tækin í tívolí- inu. Hann var rosalega viðkunn- anlegur og fínn og eðlilegur en ofsalega feiminn. Hann virt- ist vera ofboðslega einmana. Manni fannst hann vera aleinn í heiminum. Það var svakalega skrítin tilfinn- ing.“ Anna segist aldrei hafa trúað þeim ásökun- um sem á Jackson voru bornar. „Ég trúi því að hann hafi verið svolítið ringlaður og ekki fattað alveg hvar mörkin voru en ég trúi því ekki að hann hafi skaðað nokkurn mann.“ Hallgrímur Helga- son hefur ekki áður tekið dánar- fregn með því að dilla sér (þeir voru að spila Billie Jean í útvarpinu). Svanhildur Hólm Valsdóttir syrgir Michael Jackson. Eva María Jóns- dóttir Það varð bara til sulta sem er tileinkuð Mj. Unnur Ösp Stefánsdóttir sá hann á tónleikum þegar ég var 12 ára og grét mig í svefn í 2 vikur eftir þá mögnuðu upplifun, slík var aðdáunin, ástin, innblásturinn. Svala Karitas Björgvinsdóttir MICHAEL JACK- SON WILL LIVE 4EVER IN OUR HEARTS!!!!!!! Guðlaug Ágústa Halldórsdóttir Algjör snillingur, en misskilinn eins og svo margir snillingar. Elva Dögg Melsteð tekur þetta án gríns mjög nærri sér, enda forfallinn aðdáandi þá og nú. Þorvaldur Davíð Kristjánsson Hann var og er konungur poppsins! Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir RIP Michael Jackson. Bubbi Morthens MJ. Hann minnti mig alltaf á eithvað sem tengist sorg. Hann dó senni- lega úr sorg … Maríanna Clara Lúthersdóttir var í erfidrykkju Farrah og Michael í pottinum hjá Jóa G.…dýrðleg stund! Lára Ómarsdott- ir veit að MJ er á sama stað og Elvis Hafliði Helgason Ekki náði hún þér ellin, Pétur minn Pan. Þórlindur Kjartansson telur sig nú loks vera orðinn besta moonwalker í heimi. Katrín Bessa- dóttir syrgir fyrsta og eina átrúnaðargoðið. Andrés Jónsson daudi jackson er adal umraeduefnid a ølstofunni. heyr- ist ekki minnst a icesave tho thad se allt krøkkt herna af blautum politicos. Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir Til minningar um meistara Jackson sem ég veggfóðraði herbergið mitt með árið 1987 og sá á Wimbley 1997. Andrés Magnússon Hvað verður um Bubbles og börnin? Sigvaldi Kaldalóns Maður er bara í nettu sjokki. MJ er farinn … Þóra Tómasdóttir grét og elskaði Jackson. Stóð tárvot 3 m frá honum á tónleikum í Osló fimmtán ára gömul. Við áttum náið einhliða samband. Gísli Galdur Þorgeirsson Michael Jackson Flottasti poppari mannkyns- sögunnar. Mikil viðbrögð á Facebook EVA MARÍA JÓNSDÓTTIR SVALA BJÖRGVINSDÓTTIR BUBBI MORTHENS LÁRA ÓMARSDÓTTIR HAFLIÐI HELGASON Konungur poppsins kveður Michael Jackson er látinn, fimmtugur að aldri. Á yfir fjörutíu ára ferli gaf hann út ótal lög sem aldrei munu gleymast og er einn af söluhæstu tónlistarmönnum sögunnar. Jackson var umdeildur undanfarin ár vegna ásakana um barnahneigð en aðdáendurnir virtust ekki hafa yfirgefið hann því uppselt var á fimmtíu tón- leika hans sem fyrirhugaðir voru í London á næstunni. Fréttablaðið ræddi við aðdáendur kappans. ANNA MJÖLL Söngkonan Anna Mjöll hitti Jackson á Neverland-búgarðinum fyrir um fimmtán árum. Ómar R. Valdimarsson ætl- aði að fara á tónleika með Michael Jackson í sumar en nú verður ekkert af því. Ómar getur hins vegar yljað sér við minn- ingar frá Wembley árið 1998 þegar hann sá Jacskon troða upp. „Það munaði mjög litlu á sínum tíma að ég hefði farið á dansnámskeið hjá Jackson- eftirhermu skömmu eftir að Thriller kom út,“ segir Ómar og bætir því við að þetta fráfall Jackson hafi ekki komið honum svo ýkja mikið á óvart. „Ekki miðað við það sem á undan var gengið og hvernig hann var búinn að fara með sig.“ SÁ JACKSON 1998 Virtist vera einmana Styrmir Jónasson, sem hefur stjórnað útvarpsþættinum Upp í loft á Útvarpi Sögu, var að vonum sorgmæddur þegar hann heyrði af fráfalli átrúnaðargoðs síns. „Ég fékk símtal frá strák og var ekkert að trúa þessu. Svo spurði ég móður mína um þetta og ég var bara mjög sár. Það komu tár út úr mér og ég hugsaði af hverju þessi meist- ari þyrfti að falla frá,“ segir Styrmir, sem er aðeins tólf ára. Styrmir er stórhuga dreng- ur því fyrr á árinu ætlaði hann að kaupa miða á tón- leika Jackson í London en hafði ekki erindi sem erfiði. „Það hefði verið mjög gaman. Hann er nátt- úrlega snillingur og ég vissi að hann myndi hafa þessa tónleika eina af þeim bestu í heiminum.“ LANGAÐI Á TÓNLEIKANA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.