Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.06.2009, Qupperneq 80

Fréttablaðið - 27.06.2009, Qupperneq 80
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans BAKÞANKAR Bergsteins Sigurðssonar Vinapar mitt, ráðsett hjónaleysi í miðborginni, ventu kvæði sínu í kross í vetur, seldu Golfinn sinn og keyptu tröllaukinn jeppa til að aka upp á fjöll og firnindi og aðrar vegleysur ógreiðar fólksbíl- um. Heyrist mér á þeim að þetta hvalkynja farartæki hafi aukið lífsgæði þeirra talsvert. Um leið og vinnuvikunni sleppir eru þau horf- in upp á fjöll og varla að ég hafi hitt á þau síðan í vor (sem færa má gild rök fyrir að sé ekki síður fall- ið til að auka lífsgæði þeirra). ALLT um það. Hinir nýbökuðu jeppaeigendur segja mér að gróf- lega megi draga fjallajeppafólk í tvo dilka: þá sem fara á fjöll til að upplifa og kynnast íslenskri nátt- úru í allri sinni dýrð og hina sem hafa fyrst og fremst áhuga á jepp- um, hleypa úr dekkjum og hnoðast á tjökkum, en minni áhuga á útsýn- inu sem slíku. ÞEIR sem tilheyra síðarnefnda hópnum eiga það víst sameiginlegt að mega ekki sjá vélarhlíf lyft upp án þess að laðast að henni eins og flugur að mykjuskán; það þarf ekki meira til en að maður sé að bæta á rúðupissið. Þumalputtareglan kvað vera sú að þegar jeppi bilar tekur alltaf lengri tíma að koma honum í gang eftir því sem fleiri smurapar safnast í kringum hann. ÞARNA standa þeir og rýna ofan í vélarrúmið og greina vandann. Hver og einn hefur sína skýringu á hver bilunin geti verið og er óhræddur við að láta hana í ljós. Þessi vill herða á þessu, annar rífa þetta úr, menn jesúsa sig og hrópa „nei, ertu vitlaus, það myndi eyði- leggja drifskaftið“ og þar fram eftir götunum. VINIR mínir tilheyra hins vegar fyrri hópnum, náttúrulúðunum, og hafa hóflega þekkingu á bíla- viðgerðum; eru slarkfær í lág- marksviðhaldi, geta mælt olíuna og skipt um dekk. Fyrir þau er því ekki annað í stöðunni en að yppta öxlum, horfa ráðþrota á hina sjálf- skipuðu sérfræðingana reyna að koma sér saman um hvernig eigi að leysa vandann og vona að þeim takist að koma bílnum í gang svo þau komist til byggða fyrir myrk- ur. KANNIST þið við þetta, að vera upp á náð sérfræðinganna komin? Það getur verið gremjulegt, ekki síst þegar það er orðið löngu ljóst að eini kosturinn í stöðunni er að allir taki höndum saman og ýti bílnum. Sérfræðingarnir forðast þó þær aðstæður í lengstu lög. Er enginn með startkapla? 3.00 13.31 0.01 1.43 13.15 0.44 Í dag er laugardagurinn 27. júní, 178. dagur ársins. Opið 07 til 01 Lyfja Lágmúla - Lifið heil www.lyfja.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.