Samvinnan - 01.04.1930, Side 8

Samvinnan - 01.04.1930, Side 8
2 SAMVINNAN fyrst í Bessastaðaskóla, en úskrifaðist rétt eftir að skól- inn var fluttur til Reykjavíkur, vorið 1847. Þá vai’ presta- skólinn nýstofnaður og stundaði Benedikt þar nám tvö hin næstu ár og tók guðfræðipróf vorið 1849. Sýnir það nokkuð kapp hans og stórhug, að eigi lét hann þar við sitja, sem þó var þá altítt um þá menn, er hugðu á prests- starf, og svo löngum síðan, heldur fór hánn til Kaup- mannahafnar haustið 1849 og dvaldi þar vetrarlangt. Kom hann svo heim aftur um sumarið eftir og sat hinn næsta vetur í Húsavík nyrðra. Mun hann þá hafa fengizt við kennslu um hríð. En um þessar mundir gekk hann að eiga fyrri konu sína, Arnfríði Sigurðardóttur frá Gríms- stöðum, og haustið 1851 gerðist hann aðstoðarprestur sr. Skúla Tómassonai' í Múla í Aðaldal. Var séra Skúli þá gamall orðinn (f. 1775), en eigi að síðui' varð sú raunin á, að of-þröngt varð í Múla fyrir þá báða. Fékk Benedikt sér veitta Garða á Akranesi 1856. Þar var hann þó aðeins tvö ár. Var honum þá veittur Hvammur í Norðurárdal 1858. Haustið 1859 andaðist séra Skúli í Múla og var Benedikt þá veitt Múiaprestakall og þjónaði hann því síðan nær 30 ár, eða til þess hann lét af prestskap vorið 1889. Hefir hann því löngum verið kenndur við Múla. Benedikt þótti atkvæðamikill klerkur, og héraðsrík- ur, svo sem faðir hans hafði verið. Hann var prófastur í Suður-Þingeyjar prófastsdæmi 1871—1889. Þingmaður Þingeyinga 1875—1879. Síðan þm. N.-Þing. 1881—1885, en þm. S.-Þing. 1886—1891. Síðast sat Benedikt á Alþingi 1893 sem þm. Mýramanna. Benedikt flutti frá Múla suð- ur til Reykjavíkur og dvaldist þar síðan. Var hann þá um hríð gæzlustjóri Landsbankans. Hann andaðist 6. des. 1903. - Af yfirliti þessu, þótt stutt sé, verður það ráðið, að Benedikt Kristjánsson var eigi neinn meðal maður. Alla tíð meðan hann átti sæti á Alþingi, um 20 ára skeið, fyllti hann flokk hinna frjálslyndari manna. Átti hann til að vera all-skorinorður og nokkuð kappsfullur, er honum þótti við liggja, og var hann jafnan talinn með skörungum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.