Samvinnan - 01.04.1930, Síða 13
ÍSLENZK MENNING
7
lönd, þegar vissu þroskastigi var náð. Lífæð þeirrar út-
breiðslu hafa miklar og skjótar samgöngur verið. Hvort
sem menningin breiddist út með góðu eða illu, friði eða
ófriði, þá fer stjóm landanna og verzlunin nú að þurfa
á því að halda, að unnt sé að komast á skammri stund um
víðlend svæði. Einna ákaflyndastir hafa Vesturlandabúar
verið í þessu efni, og þeim hefir líka orðið mest ágengt.
Það er því líkt sem þeim hafi verið meðsköpuð ómótstæði-
leg þrá til að gera rúmið og fjarlægðimar að engu. Fyrsta
sporið, sem munaði, var það, þegar gufuvélin var fundin
upp: eimvagnar og eimskip runnu nú nokkurnveginn ör-
ugglega á skammri stundu þá leið, sem hestar og segl
höfðu flutt menn áður á löngum tíma, við mikla erfiðis-
muni og ótryggleika. Síðan rekur ein vélin aðra. Jafnvel
loftið, sem frá upphafi heims hefir ögrað jarðbundnum
manninum, verður nú að nýjum vegi, sem ber hin hrað-
skreiðustu farartæki, flugvélar og lofskip, milli fjarlægra
staða. Líklegt er, að ísland verði innan fárra ára komið í
fast flugferðasamband við bæði Evrópu og Ameríku.
Samfara samgöngutækjunum koma tæki til að flytja
orð og hugsanir eftir nýjum leiðum og með hraða, sem
menn dreymdi varla um áður. Fyrir því sér sími og loft-
skeyti. Sú var tíð, að menn sendu boð til annara landa að
hausti og fengu svar næsta vor. Nú má sem auðveldast
senda boðin í dag og fá svar á morgun. — Samtímis koma
við sögu miðstöðvar, sem dreifa hugsunum og list út með-
al manna. Er þar fyrst að nefna blöðin, sem vafalaust eru
alltaf að aukast að áhrifum, svo að ekki er annað sýnna,
en að því dragi, að þau verði með tímanum það eina, sem
allur þoiTÍ mann les. Næst er að nefna víðvarpið og kvik-
myndir.
Þannig mætti halda áfram að telja upp, en það, sem
nú var nefnt, getur verið nægilegt í bili. En nú vaknar
spurningin: Hvaða áhrif er líklegt að þetta hafi á mann-
fólkið ? Ég skal geta hér þess, sem mér þykir einna mikil-
vægast og örlagaríkast: Þessi tæki vinna að því að gera