Samvinnan - 01.04.1930, Page 14
SAMVINNAN
«
reynslu sem flestra manna hina sömu, láta menn sjá og
heyra hið sama, láta einn manninn hugsa öðrum líkt!
Til að glöggva sig enn betur á þessu, er heppilegt að
líta sem snöggvast í öfuga átt, þangað, sem hin sundrandi
öfl ríkja, áður en vér athugum nánar áhrif flutningstækj-
anna.
Þjóðunum er fai'ið eins og mönnunum: aðkomin áhrif
eru óhjákvæmileg nauðsyn fyrir allan vöxt og þroska. En
vöxtur og þroski er þó því aðeins til, að eitthvað efni,
eitthvað upplag sé, sem vex og þroskast. Persónuleikinn
sjálfur er það, sem vex, en aðkomnu áhrifin geta aldrei
orðið nema uppörvun. Of sterk aðkomin áhrif, eða réttara
sagt of veikur persónuleiki, sem sætir sterkum áhrifum,
verður að sínu leyti eins óþroskaður og hinn, sem lifir í
fásinni og hlýtur aldrei uppörvun frá umheiminum. Þess-
ar tvær tegundir manna og þjóða eru mjög' sitt með
hvoru móti, en báðar jafnt langt frá því að vera þrosk-
aðar.
I einangrun sæta þjóðirnar frekar öllu áhrifum af
landi því, sem þær byggja, og náttúru þess. Kyn þjóðar-
innar setur merki sitt á allt líf hennar, allar hræringar
hennar, en menningin er eins og óútsprungið blóm, hún
er spásaga og draumur og dimm afturelding, sem getur
á skammri stundu orðið að morgni, en getur líka orðið löng
eins og eilífðin. Ár og aldir geta liðið, aðkomin áhrif eru
svo veik, að landið eitt og kyn þjóðarinnar halda áfram að
móta mannfólkið. Þannig vei'ður ein þjóðin annari ólík,
bundin af sérstakri tungu og sögu, landi og atvinnu, sið-
um og sálarlífi. Þessi einkenni geta orðið svo sterk, að
þau haldist, hversu ákaft menningarflóð, sem streymir
yfir hana. Þannig greinist Islendingur frá Dana og Eng-
lendingur frá Frakka með föstum einkennum. Því betur
sem Islendingurinn þekkir Danann, því ljósara verður
honum, að milli sálna þessara tveggja þjóða er óbrúan-
legt djúp. Þetta kemur ekki við hinni pólitísku sambúð
þjóðanna, og má ekki rugla því saman. En einmitt á hinu
ágætasta, sem hugsað og sagt hefir verið á báðum tung-