Samvinnan - 01.04.1930, Side 16
10
SAMVINNAN
hinna hraðvirkustu tækja til að gera mannfólkið hvað
öðru líkt.
Þar sem sama kvikmyndin flækist víða um heim,
eru blöðin miklu þjóðemisbundnara fyrirbrig-ði. T i m e s
er jafn bundinn Bretaveldi og Tíminn eða Morgunblaðið
er við Island. En nú líkir — eða apar — eitt blaðið eftir
öðru, útkjálkablöð eftir stórblöðum frá menningarmið-
stöðvum, og gengur þetta í þá átt að gera blöð víðsvegar
um heim hvert öðru líkt. Mætti nefna þess nóg og aug-
ljós dæmi.
Hlutverk blaðanna er í fyrsta lagi að sjá alþjóð
manna fyrir fréttum — og þúsundir, miljónir manna lesa
þessar sömu fréttir. 1 öðru lagi eiga blöðin að berjast
fyrir einhverjum ákveðnum skoðunum og koma þeim
inn hjá fjölda manna, og þessura skoðunum er haldið á
loft ekki einu sinni, heldur hundrað sinnum, ef með þarf,
þeim er hamrað inn í lesendur — og árangurinn er ör-
uggur: þúsundir, miljónir manna öðlast þessar sömu
skoðanir. Stjórnmálaflokkarnir hafa vald yfir blöðunum:
efni og andi blaðanna er því á valdi nokkurra fárra á-
hrifamanna. Þessir menn hugsa fyrir þjóðina, og því
færri og öflugri sem flokkarnir eru, því færri þurfa að
hafa fyrir því að hugsa á sjálfstæðan hátt. Ef vér berum
saman stjórnmálaþroska fjöldans á fyrri öldum og nú,
verður því munurinn frá þessu sjónarmiði sá, að fyrr-
um hugsaði fjöldinn ekki sjálfstætt um þjóðfélagsmál,
af því að memi kynntust ekki nóg skoðunum annara
manna á þeim efnum, en höfðu óþrjótandi tíma, og datt
því ekki í hug að brióta heilann um slíkt; en niú hugsar
fjöldinn heldur ekki sjálfstætt um þessi mál, af því að
menn heyra allt of mikið um þau og hafa ekki nokkum
tíma að hugsa með sjálfum sér um þau. — Þýzkur heim-
spekingur hefir haldið því fram, að óskin til að drottna
og gera sig breiðan í tilverunni sé sterkust allra mann-
legra hvata; en þegar ég sé, hversu fúslega og fjálglega
menn gegna þeim boðum, sem fram ganga af munni
stjórnmálahöfðingjanna, þá fer mér að þykja þessi kenn-