Samvinnan - 01.04.1930, Side 17
ÍSLENZK MENNING
11
ing- efasamleg og held, að hundsnáttúran sé miklu ríkari
og algengari.
Eg skal ekki fjölyrða hér um víðvarpið, sem kvað
vera orðið ein af sjö plágum Ameríku, en verður vonandi
ein af tuttugu og sjö heillum vorum. Vel mætti halda á-
fram að telja upp aðrar greinir andlegs lífs, þar sem
komin er á stóriðja, líkt og í því, sem nefnt var, en vér
munum þó hverfa frá því og athuga nokkru nánar það,
sem þegar var getið.
0g hið fyrsta, sem um þetta er að segja, er að það
eru miklir hlutir. Það er stórkostlegt að hugsa sér þetta
drottinvald, sem er svo mikið, að ekki þarf að beita neins-
konar ofbeldi til að fá menn til að lúta því, heldur gera
þeir það af frjálsum vilja. Það er stórkostlegt að hugsa
sér, að vilji mennskra manna skuli geta brotið á bak aftur
slíka erfiðleika og þá, sem hin nýrri samgöngutæki hafa
yfirstigið. Það er glæsilegt til þess að hugsa, að viti
mennskra manna skuli hafa tekizt svo að koma skipu-
lagi á ringulreið lífsins, að einum manni er unnt að vita
víða um heim á samri stundu að kalla, og með því að
tala út í loftið, getur hann látið mikla atburði gerast í
skjótri svipan í fjarlægum heimsálfum. Þetta er glæsi-
legt. Og það er næstum því ægilegt að hugsa sér upp-
götvarann, ef til vill umkomulítinn mann, sem að annara
dómi lætur stjórnast af fáránlegum ímyndunum og hé-
giljum — en á sínum tíma hefir hann fundið upp nýja
vél, sem á ekki einungis eftir að breyta yfirborði jarðar
og mannlegum högum, heldur líka hugsunarhætti manna,
sálum manna. Og þar sem trúarbragðahöfundurinn kveð-
ur fyrst allra orða á um, hvert hann vill leiða menn, þá
er leið sú, sem vélin rekur menn inn á, hulin niðamyrkri
blindrar, tilfinningarlausrar tilviljunar, eins og á þeirri
leið ráði hvorki drottinn né djöfullinn lengur. Vél upp-
fundningamannsins breytir ekki einungis fyrirkomulagi
hjá oss, Evrópumönnum, heldur umtumar hún menningu
fjarlægi'a þjóða, þjóða, sem eiga sér allt aðrar hugsjónir
en vér, jafnvel hugsjónir, sem oss eru óskiljanlegar eins