Samvinnan - 01.04.1930, Qupperneq 18
12
. S A.M V 1 N N A N
og nirvana, og vélin kennir þessum þjóðum að hugsa eins
og vér. Þetta er stórfenglegt, glæsilegt, ægilegt.
En. Það er glæsilegt fyrir sigurvegarann. En eg hefi
enga lotningu, ekki snefil af lotningu fyrir þeim, sem
drukkna í flóði aðkominnar menningar. Eg hefi enga lotn-
ingu fyrir Indverjanum, sem vesturheimskast, slítur ræt-
umar, sem tengja hann við kynþátt sinn og hina fornu,
undraverðu menningu hans, og selur sál sína fyrir hlut-
skifti rótleysingjans, sem eltir gæði ókunnugs kynþáttar. í
fyrsta lagi er sá maður að minni skoðun veginn og létt-
vægur fundinn. Og eg hef enga lotningu, litla samúð,
með manni, sem í þessum skilningi er veginn og léttvæg-
ur fundinn. Hann er eins og gallaði hnappurinn í Pétri
Gaut, hann verðskuldar ekki annað, en að honum sé
fleygt í steypuskeiðina með öðrum misheppnuðum grip-
um.
Ennfremur trúi eg á gildi fjölbreyttrar menningar.
Eg er sannfærður um, að menningarþjóðir jarðarinnai
hafa fengið hver sína sjón af tilverunni, og þó að þær
sjónir séu allar ólíkar, þá er þó hver þeirra rétt á sinn
hátt. Þessu er að líkja við það, að Esjan er ólík eftir því
hvaðan hún er litin, eða orðað á almennari hátt: hug-
myndir vorar um hlutina, um tilveruna, eru bundnar við
vort sjónarmið, eru afstæðar. Aðra sjón á tilverunni er
mönnunum ekki unnt að fá, og hinn fullkomni sannleik-
ur verður oss um aldir alda ókunnur.
Hver menning, hver trú hefir þannig sinn sannleika,
sína sérstöku útsýn yfir tilveruna. Því færri sem þess-
ar sjálfstæðu útsýnir eru, því fátækara er mannkynið, og
því ófullkomnari er vitneskja þess um tilveruna. Það er
þvi skoðun mín, að í fjölbreytni menninganna séu fólgin
hin mestu verðmæti.
Ef þessi skoðun er rétt, verður jafnan nokkuð tví-
sýnn hagur að útbreiðslu ytri menningar. Sé sú menning,
sem fyrir er, gædd miklu sköpunarmagni, þá er það heim-
inum skaði, að hún drukkni í flóði aðkominna áhrifa. Það
hefði verið heiminum tjón, ef Persar hefðu unnið Grikk-