Samvinnan - 01.04.1930, Side 21

Samvinnan - 01.04.1930, Side 21
ÍSLENZK MENNING 15 Vandamálið er þá ekki, hvort vér eigum að láta er- lenda tækni flóa yfir landið — um það er ekkert að tala, því að um staðreyndir stoða engar bollaleggingar. Vanda- málið er, hvort vér verðum sterkari en flóðið, eða það beri oss ofurliði. Um þetta eiga við orð skáldsins og spekingsins Goethe: Du musst steigen oder sinken, du musst herrschen und gewinnen oder dienen und verlieren, leiden oder triumphieren, Amboss oder Hammer sein. Það er að skilja: Þú verður að rísa eða hníga, vinna og drottna eða tapa og þjóna, hrósa sigri eða þola og þjást, vera steðji eða hamar! Um leið og vér gerum oss þetta ljóst, breytist allt sjónarmið vort. Sjón vor beinist nú frekar öllu inn á við. Um flóð hinnar erlendu menningar er ekkert að efast, þar er allt augljóst mál, kostir hennar, gallar og nauðsyn. Vér víkjum þá aftur að því, sem um var rætt fyrir skemmstu: aðkomin áhrif og vöxt. Aðkomnu áhrifin geta aldrei orðið annað en uppörvun, vekjandi og hvetjandi þess einstaklings eða þjóðar, sem vex. Og þegar magn persónuleikans er ekki svo mikið, að hann nái að vaxa á sjálfstæðan, eðlilegan hátt, en aðkomnu áhrifin öflug, þá hætta þau að vera uppörvun, þau verða ok eða mót, sem setja ákveðinn svip á persónuleikann, án þess að veita honum tækifæri til að þróast. Þess vegna verður mergur- inn málsins magn vort og styrkleiki til að brjóta oss braut, og vit vort og skyggni til að sjá hverjum ráðum fram skuli fara. Á því veltur, hvort erlend menning verð- ur oss uppörvun eða ofurefli. Nú skal ég játa, að ég hefi tröllatrú á kynstofninum. Mér þykir miklu líklegast, að sami kynstofninn muni vera sjálfum sér trúr, þótt við ólík skilyrði sé að búa, og koma fram í reyndinni á eitthvað svipaðan hátt. Og ef það er rétt, að kynstofninn hafi hér í fomöld unnið þrek- virki, þá mætti svo fara, að þetta gerðist enn, þótt vér
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.