Samvinnan - 01.04.1930, Page 21
ÍSLENZK MENNING
15
Vandamálið er þá ekki, hvort vér eigum að láta er-
lenda tækni flóa yfir landið — um það er ekkert að tala,
því að um staðreyndir stoða engar bollaleggingar. Vanda-
málið er, hvort vér verðum sterkari en flóðið, eða það
beri oss ofurliði. Um þetta eiga við orð skáldsins og
spekingsins Goethe:
Du musst steigen oder sinken,
du musst herrschen und gewinnen
oder dienen und verlieren,
leiden oder triumphieren,
Amboss oder Hammer sein.
Það er að skilja: Þú verður að rísa eða hníga, vinna og
drottna eða tapa og þjóna, hrósa sigri eða þola og þjást,
vera steðji eða hamar!
Um leið og vér gerum oss þetta ljóst, breytist allt
sjónarmið vort. Sjón vor beinist nú frekar öllu inn á við.
Um flóð hinnar erlendu menningar er ekkert að efast,
þar er allt augljóst mál, kostir hennar, gallar og nauðsyn.
Vér víkjum þá aftur að því, sem um var rætt fyrir
skemmstu: aðkomin áhrif og vöxt. Aðkomnu áhrifin geta
aldrei orðið annað en uppörvun, vekjandi og hvetjandi
þess einstaklings eða þjóðar, sem vex. Og þegar magn
persónuleikans er ekki svo mikið, að hann nái að vaxa á
sjálfstæðan, eðlilegan hátt, en aðkomnu áhrifin öflug, þá
hætta þau að vera uppörvun, þau verða ok eða mót, sem
setja ákveðinn svip á persónuleikann, án þess að veita
honum tækifæri til að þróast. Þess vegna verður mergur-
inn málsins magn vort og styrkleiki til að brjóta oss
braut, og vit vort og skyggni til að sjá hverjum ráðum
fram skuli fara. Á því veltur, hvort erlend menning verð-
ur oss uppörvun eða ofurefli.
Nú skal ég játa, að ég hefi tröllatrú á kynstofninum.
Mér þykir miklu líklegast, að sami kynstofninn muni vera
sjálfum sér trúr, þótt við ólík skilyrði sé að búa, og
koma fram í reyndinni á eitthvað svipaðan hátt. Og ef
það er rétt, að kynstofninn hafi hér í fomöld unnið þrek-
virki, þá mætti svo fara, að þetta gerðist enn, þótt vér