Samvinnan - 01.04.1930, Side 22
16
SAMVINNAN
vissum sjálfir ekkert, hvert stefndi, og reyndum á engan
hátt að halda áfram sömu stefnu og þá var bafin. En
saga vor íslendinga sannar, að það er undir ytrí ástæð-
um komið, hvort kynstofninn megnar að afreka nokkuð;
hann þarf skilyrði til að hann geti notið krafta sinna.
Og saga annara þjóða sýnir, að svo mikil og snögg getur
flóðbylgja erlendrar menningar verið, að það, sem fyrir
er, skolist svo til, að þjóðin bíði þess aldrei bætur og
megni ekki framar um margar aldir að framleiða nokkuð,
sem verðskuldar að kallast menning. Fyrir því er illt ráð
að fljóta sofandi áfram, það þarf vakandi manna, vitandi
átaka. Og oss má vera fagnaðarefni að hverri þeirri slóð
í íslenzkri menningu liðinna alda, sem hægt er að halda
áfram, hverjum þeim hlut, sem hægt er að nota, ef ekki
vill betur, þá að minnsta kosti sem efni í nýja sköpun. Og
oss má vera fagnaðarefni allt það, sem þegar hefir verið
gert, til þess að arfur liðinna kynslóða megi verða upp-
haf til nýs vaxtar. Það er ánægjulegt, að líklegt má
þykja, að sumir hinna yngri tónlistarmanna muni sækja
sér efnivið í gömul þjóðlög og rímnalög. Það er gleðilegt,
hve málarar vorir, sem engri íslenzkri erfðavenju hafa að
fylgja, sökkva sér djúpt ofan í íslenzka náttúru. Og marg-
ar aðrar tilraunir í líkum anda mega vera oss gleðiefni.
Gleðiefni má oss líka vera sú rækt, sem lögð er við ís-
lenzka tungu, sterkasta þáttinn í þjóðerni voru, og mestu
og beztu hjálpina, sem oss er veitt, til að geta varðveitt
andlegt sjálfstæði vort. Það er satt, að vér sjáum og heyr-
um daglega herfilega meðferð á íslenzku máli, en það er
þó varla verra, en verið hefir áður. Aftur er það ótrú-
lega mikið, sem tungan hefir auðgazt á seinustu ára-
tugum. Ég vona, að ég reynist sannspár í því, að varla
líði meira en tveir, þrír áratugir, þangað til rita má á ís-
lenzku um öll þau efni, sem menntaðan nútíðarmann fýs-
ir að taka til meðferðar. Sem stendur lifum vér á erfið-
um tímum í þessu efni. Að mörgum nýyrðum er svo
óþægilega mikið pappírsbragð, að þau eru galli á góðum
stíl. Þessu getur ekkert breytt nema tíminn.