Samvinnan - 01.04.1930, Qupperneq 22

Samvinnan - 01.04.1930, Qupperneq 22
16 SAMVINNAN vissum sjálfir ekkert, hvert stefndi, og reyndum á engan hátt að halda áfram sömu stefnu og þá var bafin. En saga vor íslendinga sannar, að það er undir ytrí ástæð- um komið, hvort kynstofninn megnar að afreka nokkuð; hann þarf skilyrði til að hann geti notið krafta sinna. Og saga annara þjóða sýnir, að svo mikil og snögg getur flóðbylgja erlendrar menningar verið, að það, sem fyrir er, skolist svo til, að þjóðin bíði þess aldrei bætur og megni ekki framar um margar aldir að framleiða nokkuð, sem verðskuldar að kallast menning. Fyrir því er illt ráð að fljóta sofandi áfram, það þarf vakandi manna, vitandi átaka. Og oss má vera fagnaðarefni að hverri þeirri slóð í íslenzkri menningu liðinna alda, sem hægt er að halda áfram, hverjum þeim hlut, sem hægt er að nota, ef ekki vill betur, þá að minnsta kosti sem efni í nýja sköpun. Og oss má vera fagnaðarefni allt það, sem þegar hefir verið gert, til þess að arfur liðinna kynslóða megi verða upp- haf til nýs vaxtar. Það er ánægjulegt, að líklegt má þykja, að sumir hinna yngri tónlistarmanna muni sækja sér efnivið í gömul þjóðlög og rímnalög. Það er gleðilegt, hve málarar vorir, sem engri íslenzkri erfðavenju hafa að fylgja, sökkva sér djúpt ofan í íslenzka náttúru. Og marg- ar aðrar tilraunir í líkum anda mega vera oss gleðiefni. Gleðiefni má oss líka vera sú rækt, sem lögð er við ís- lenzka tungu, sterkasta þáttinn í þjóðerni voru, og mestu og beztu hjálpina, sem oss er veitt, til að geta varðveitt andlegt sjálfstæði vort. Það er satt, að vér sjáum og heyr- um daglega herfilega meðferð á íslenzku máli, en það er þó varla verra, en verið hefir áður. Aftur er það ótrú- lega mikið, sem tungan hefir auðgazt á seinustu ára- tugum. Ég vona, að ég reynist sannspár í því, að varla líði meira en tveir, þrír áratugir, þangað til rita má á ís- lenzku um öll þau efni, sem menntaðan nútíðarmann fýs- ir að taka til meðferðar. Sem stendur lifum vér á erfið- um tímum í þessu efni. Að mörgum nýyrðum er svo óþægilega mikið pappírsbragð, að þau eru galli á góðum stíl. Þessu getur ekkert breytt nema tíminn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.