Samvinnan - 01.04.1930, Page 39
-' RANNSÓKNIIí
33
handa um þetta efni, að geta byggt á svo merkilegri
reynslu sem hér er fengin.
II.
Byggðahreyfingin sænska.
Allir Islendingar, sem komið hafa til Stokkhólms,
kannast við Skansinn, sem svo er nefndur, þegar af
þeirri ástæðu, að þar er, á sumrin a. m. k., einn kunn-
asti og fjölsóttasti skemmtistaður borgarbúa, nokkuð í
líkingu við T i v o I i í Kaupmannahöfn og aðra slíka staði
víða um Norðurálfu. En ýmsir þeir, sem þama hafa kom-
ið, munu eigi síður minnast þessa staðar sökum þess, að
þar gefur að líta heila bæi úr ýmsum sveitum íSviþjóðar.
Bæir þessir, sem byggðir eru að fornum sið úr timbur-
bjálkum, hafa verið teknir niður, fluttir til höfuðborgar-
innar langa vegu ofan úr dölum og byggðir upp á ný. ná-
kvæmlega á sama hátt og í öndverðu, bæði íbúðarhús og
útihús, sem hverjum bæ heyrði til, og svo húsgögn öll,
sem hverjum bæ fylgir. A þennan hátt hefir Skansinn
orðið að eins konar þjóðminnjasafni, sem mörgum þykir
mikils um vert að skoða, eigi sízt þeim, sem ekki eiga þess
kost að kynnast sænskum sveitum, og því síður fornri
starfsmenningu sveitanna. Þetta safn er stærst og fjöl-
skrúðugast safn sinnar tegundar í Svíþjóð, þótt þar sé
mörg slík söfn, eigi síður merkileg á sinn hátt, sem síðar
skal vikið að. Af samskonar söfnum með öðrum Norður-
landaþjóðum mun kunnast með íslendingum safnið á
Bygdö hjá Osló í Noregi, sem á líkan hátt gefur
einkar góða hugmynd um byggingarlist og starfsmenn-
ing í ýmsum sveitum Noregs, á ýmsum tímum. Safnið
á Bygdö er að vissu leyti sjálfstæð stofnun, en heyrir þó
undir þjóðminnjasafnið í Osló. Á sama hátt á safnið á
Skansinum við Stokkhólm upphaf sitt að rekja til Nor-
diska Museet, hins stóra norræna minnnjasafns,
sem er þar skammt frá, og er háð eftirliti þaðan.
Frá Stokkhólmi fór ég snemma í júní með járabraut
3