Samvinnan - 01.04.1930, Page 42
36
S A M VI N N A N
ist og komst í stórvelda tölu um hríð og þjóðarmetnaður
óx mjög. Vildi þá við bera, að meðferð og túlkun slíkra
fræða yrði með nokkrum öfgabrag, svo sem til dæmis í
hinu fræga riti Ólafs Rydbecks A11 a n t i c a, er út kom
um 1680—1700.
Svo sem kunnugt er vöknuðu Svíar ail-hastarlega af
stórveldisdraumum sínum eftir fráfall Karls 12. Annar
blær kom á ásýnd hlutanna. Viðhorfið breyttist og við-
fangsefnin urðu nú tekin öðram tökum en áður, að kröfu
nýrrar og annarar aldar. Upp frá því hneigðust sænskir
fræðimenn meir að rannsóknum málsins en áður, enda
var hér mikið verkefni, þar sem mállýzkurnar voru.
Hefir því verki verið haldið áfram síðan alla tíð og er
þar þó enn mikið að vinna. En þótt rannsóknir á þessum
öldum og ritsmíðar fyrri manna um ýmsar greinir þess-
ara fræða gegni eigi þeim kröfum, sem vísindi nútímans
gera til þess háttar verka, þá eiga Svíar frá þessum tím-
um margt einstaklega merkilegt. En fyrst og fremst bera
auðvitað þjóðminnjasöfn þeirra merki þess, að þau standa
á gömlum merg, er snemma var hafizt handa að safna til
þeirra.
Oss virðist, er vér lítum yfir sögu Svía frá dögum
Gústavs I. Vasa og fram til Bernadotte hershöfðingja
Napoleons, að þar kenni stórkostlegra öfga og umróts:
Frá blóðbaðinu í Stokkhólmi, er danskur konungur lét
brytja niður tignarmenni landsins og þjóðin stundi undir
hælum erlendrar kúgunar — til Gustavs II. Adolfs, er
gerði Svíþjóð að öflugu ríki, er lét sig dreyma stóra
drauma um völd og áhrif við hlið stórvelda álfunnar. Frá
Karli XII. við Narva og til þess er Svíaríki var gert að
einskonar pólitísku þrotabúi í lok Napoleonsstyrjaldanna
og erlendur æfintýramaður settur í hásæti hinnar gömlu
konungsættar með tilstyrk og ráðum útlendra stjórnmála-
manna. Ætla mætti, að þjóð sú, er slíkum örlögum sætti
um sín ytri efni, hefði lent í öfgum og vandkvæðum í
starfslífi sínu og menningarlífi heima fyrir, að þar hefði
og dregið til stórra tíðinda, hvað eftir annað.