Samvinnan - 01.04.1930, Page 45
RANNSÓKNIR
39
nú lýsa henni nánar: starfsmiðum hennar, starfsháttum
og afrekum og þýðingu hennar fyrir sögu sænskrar þjóð-
menningar og menningarsögu einstakra byggðarlaga.
Ég minntist áður á sjálfstæði hins foma menningar-
félags sænsku sveitanna, hvernig það þrumdi af sér öld-
um saman stjómmálaumrót, siðaskipti og annað slíkt, sem
þó var í sjálfu sér mikilvægt: En það haggaði ekki undir-
stöðunum: hinu foma atvinnuskipulagi og starfsháttum
alþýðunnar. En á hitt var drepið lauslega mjög, hve ólík
form þessarar menningar voru í ýmsum landshlutum, á
sinn hátt eins og málið, mállýzkurnar. Hvert byggðarlag
að kalla átti eitthvað sérkennilegt í hiúsagerð, skrautlist,
starfsháttum o. s. frv. í sumum héröðum var málm-
smíði sérkennilegt, annars staðar trésmíði, málmvinnzla,
kornyrkja og jarðrækt, kvikfjárrækt, skógyrkja — allt
með sínum sérstöku starfstilbrigðum og venjum. Mál-
lýzkurnar voru svo sem til staðfestingar þessari grein-
ingu. Þess vegna varð það, að þegar menn víðs vegar um
landið tóku að átta sig á því, að hin forna þjóðmenning,
með öllum sínum sérkennum, var að þoka undan. um-
myndast og hverfa, voru félög stofnuð með því augna-
miði að halda til haga því, sem unnt var, af minnjum hinn-
ar fornu alþýðumenningar, og eigi sízt þeim fróðleik,
sem enn lifði á vörum alþýðunnar. Elzt þessara félaga
var Föreningen till samlande ock ordn-
ande av Nerikes folksprák ock forn-
m i n n e n, er stofnað var 1856. Síðan koma fleiri og fleiri
og eru þau nú talin yfir 150 í landinu. Auk rannsókna á
alþýðumáli hafa félög þessi látið rannsaka og skrifa upp
alls konar fróðleik um sögu héraðanna og byggingu,
húsagerð og húsaskipun, verklag, húsbúnað, klæðnað,
þjóðdansa og þjóðlög, sögur og sagmir hverskonar, og
ömefni. Svo sem sjá má, nær starfsáform þetta mjög vítt,
svo að varla er nokkuð, sem máli skiptir fyrir menningar-
söguna, sem eigi falli undir það. Eitt hið merkasta, sem
eftir félög þessi liggur, eru byggðasöfnin svo kölluðu. Fé-
lögin hafa keypt gamla bæi og einstök bæjarhús, sem