Samvinnan - 01.04.1930, Page 46

Samvinnan - 01.04.1930, Page 46
40 SAMVINN'AN rífa átti eða eigi voru notuð lengur, en vitnuðu um hina fornu húsagerð héraðanna, Bæir þessir og hús hafa verið flutt þangað, sem þeim var tryggður staður í framtíðinni, og reist þar af nýju með öllum ummerkjum, svo sem áð- ur var frá sagt um Skansinn við Stokkhólm. í bæi þessa hefir svo verið safnað húsbúnaði, verkfærum og týgjum, sem hæfði bæjum bænda í hverju héraði. Mér var sögð saga af bónda einum ofan úr Dölum, sem koma til Stokk- hólms og sá safnið á Skansinum. Þá fór hann að hugsa um það, hvers vegna verið væri að flytja þessar minnj- ar bændamenningarinnai* burt af stöðvum sínum, til borganna. Hann fann, að þær áttu að varðveitast heima í sveitunum og standa þar til áminningar og, ef verða mætti, til fyrirmyndar ókomnum kynslóðum bændanna sjálfum. Þessi maður barðist síðan fyrir stofnun fyrsta byggðasafnsins í Dölum og varði til þess fé sínu og miklu starfi. Nú eru um 40 slík söfn í Dölum. Hafa að því hjálpazt bæði einstakir menn og félög að koma þeim upp. Eitt merkasta safnið er í Mora og er það að þakka málaranum Zorn, sem vann mikið fyrir byggðahreyfing- una og varði stórfé til söfnunar og varðveizlu gamalla minnja um menningu Dalanna. Sjálfur byggði hann sér bæ í fornum Dalastíl og bjó þar jafnan og urðu margir til þess að fylgja dæmi hans. Veldur bæði metnaður og' fast- heldni við forna háttu, að enn gefur að líta í Dölum bæi í fornum stíl með öllu, og þó búna þægindum nútímans, og hefir sú samræming tekizt miklu betur en ætla mætti. En um það mun Zorn og dæmi hans hafa valdið miklu. Á þann hátt hefir starf hans eigi aðeins miðað til varð- veizlu hins gamla menningarstarfs, heldur og til þess að blása nýju lífi í gömul menningarform og samræma þau nútíðinni. Síðan 1914 hefir byggðahreyfingunni komið nýr styrkur, er svo var ákveðið um kennslu í sögu og landa- fræði við alþýðuskólana, að sérstök áherzla skyldi lögð á sögu, staðalýsingar og menningarfræði héraðanna. Á þann hátt hefir áhuginn og þekkingin á sögu og menn-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.