Samvinnan - 01.04.1930, Síða 46
40
SAMVINN'AN
rífa átti eða eigi voru notuð lengur, en vitnuðu um hina
fornu húsagerð héraðanna, Bæir þessir og hús hafa verið
flutt þangað, sem þeim var tryggður staður í framtíðinni,
og reist þar af nýju með öllum ummerkjum, svo sem áð-
ur var frá sagt um Skansinn við Stokkhólm. í bæi þessa
hefir svo verið safnað húsbúnaði, verkfærum og týgjum,
sem hæfði bæjum bænda í hverju héraði. Mér var sögð
saga af bónda einum ofan úr Dölum, sem koma til Stokk-
hólms og sá safnið á Skansinum. Þá fór hann að hugsa
um það, hvers vegna verið væri að flytja þessar minnj-
ar bændamenningarinnai* burt af stöðvum sínum, til
borganna. Hann fann, að þær áttu að varðveitast heima
í sveitunum og standa þar til áminningar og, ef verða
mætti, til fyrirmyndar ókomnum kynslóðum bændanna
sjálfum. Þessi maður barðist síðan fyrir stofnun fyrsta
byggðasafnsins í Dölum og varði til þess fé sínu og
miklu starfi. Nú eru um 40 slík söfn í Dölum. Hafa að
því hjálpazt bæði einstakir menn og félög að koma þeim
upp. Eitt merkasta safnið er í Mora og er það að þakka
málaranum Zorn, sem vann mikið fyrir byggðahreyfing-
una og varði stórfé til söfnunar og varðveizlu gamalla
minnja um menningu Dalanna. Sjálfur byggði hann sér bæ
í fornum Dalastíl og bjó þar jafnan og urðu margir til
þess að fylgja dæmi hans. Veldur bæði metnaður og' fast-
heldni við forna háttu, að enn gefur að líta í Dölum bæi
í fornum stíl með öllu, og þó búna þægindum nútímans,
og hefir sú samræming tekizt miklu betur en ætla mætti.
En um það mun Zorn og dæmi hans hafa valdið miklu. Á
þann hátt hefir starf hans eigi aðeins miðað til varð-
veizlu hins gamla menningarstarfs, heldur og til þess að
blása nýju lífi í gömul menningarform og samræma þau
nútíðinni.
Síðan 1914 hefir byggðahreyfingunni komið nýr
styrkur, er svo var ákveðið um kennslu í sögu og landa-
fræði við alþýðuskólana, að sérstök áherzla skyldi lögð á
sögu, staðalýsingar og menningarfræði héraðanna. Á
þann hátt hefir áhuginn og þekkingin á sögu og menn-