Samvinnan - 01.04.1930, Side 47

Samvinnan - 01.04.1930, Side 47
ÆANNSÓKNIR 41 ingu sveitanna verið vakinn með ungu fólki um allt land og skólarnir og starf þeirra tengt að nokkru hinu al- meima rannsóknarstarfi sænskra fræðimanna um menn- ing landsins og atvinnusögu. Sízt verður ofsögum af því sagt, hve geysi-þýðingar- mikið verk hefir unnið verið með þessum samtökum al- þýðu manna um gjöi’vallt landið. Eigi aðeins sökum þess, hve mörgum fornum minnjum, gripum og byggingum, sögnum og sögum, kvæðum, lögum og málsleifum á al- þýðuvörum hefir verið til haga haldið og varðveitt fram- tíðinni til handa, sem ella hefði glatazt og farið forgörð- um. Hreyfinging þessi hefir ekki haft minni þýðingu sem öldubrjótur gegn fánýtri tízku, sem ella myndi hafa flætt yfir byggðimar og borið í kaf margt, sem enn var lifandi af fornri menningu í daglegum háttum fóiksins. Má til þess nefna hina fögru og einkennilegu þ j ó ð b ú n- inga, þjóðdansa og þjóðlög, híbýlaháttu ýmsa og heimilisiðnað, vefnað og smíðar ýmis- konar, sem enn stendur á gömlum merg víða í sænskum sveitum. Og þessi natni við sögulegar minningar sveit- anna, þessi viðleitni að halda við og endurskapa allt hið sérkennilegasta í menningu hvers byggðarlags, hefir haft rík áhrif í þá átt, að glæða ást og tryggð manna við ættarstöðvar sínar. En slíkt er eigi lítils vert jafnan og ekki sízt á umrótsöld þeirri, sem nú hefir um hríð gengið yfir öll lönd og lagt víða margt í rústir, sem vandséð er hvort bætist, en að vísu verður aldrei samt og áður. Hefir og eigi orðið hvað affaraminnst, að hreyfing þessi og starfsemi öll hefir verið tengd við alþýðuskólana. Á þann hátt hefir áhugi æskulýðsins verið vakinn og starfskraft- ar tamdir við að leysa af hendi sjálfstætt og gagnlegt verk til eflingar þjóðlegri fræði. Þessi hreyfing hefir ver- ið studd einarðlega af háskólunum í Uppsölum, Gauta- borg og Lundi. Við háskóla þessa hafa um nokkuð langa hríð verið haldin námsskeið og fyrirlestrar fyrir kenn- ara og aðra, sem vildu beita sér fyrir um ýmis konar söfnunarstarfsemi, fræðslu og rannsóknir út um byggðir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.