Samvinnan - 01.04.1930, Qupperneq 47
ÆANNSÓKNIR 41
ingu sveitanna verið vakinn með ungu fólki um allt land
og skólarnir og starf þeirra tengt að nokkru hinu al-
meima rannsóknarstarfi sænskra fræðimanna um menn-
ing landsins og atvinnusögu.
Sízt verður ofsögum af því sagt, hve geysi-þýðingar-
mikið verk hefir unnið verið með þessum samtökum al-
þýðu manna um gjöi’vallt landið. Eigi aðeins sökum þess,
hve mörgum fornum minnjum, gripum og byggingum,
sögnum og sögum, kvæðum, lögum og málsleifum á al-
þýðuvörum hefir verið til haga haldið og varðveitt fram-
tíðinni til handa, sem ella hefði glatazt og farið forgörð-
um. Hreyfinging þessi hefir ekki haft minni þýðingu
sem öldubrjótur gegn fánýtri tízku, sem ella myndi hafa
flætt yfir byggðimar og borið í kaf margt, sem enn var
lifandi af fornri menningu í daglegum háttum fóiksins.
Má til þess nefna hina fögru og einkennilegu þ j ó ð b ú n-
inga, þjóðdansa og þjóðlög, híbýlaháttu
ýmsa og heimilisiðnað, vefnað og smíðar ýmis-
konar, sem enn stendur á gömlum merg víða í sænskum
sveitum. Og þessi natni við sögulegar minningar sveit-
anna, þessi viðleitni að halda við og endurskapa allt hið
sérkennilegasta í menningu hvers byggðarlags, hefir haft
rík áhrif í þá átt, að glæða ást og tryggð manna við
ættarstöðvar sínar. En slíkt er eigi lítils vert jafnan og
ekki sízt á umrótsöld þeirri, sem nú hefir um hríð gengið
yfir öll lönd og lagt víða margt í rústir, sem vandséð er
hvort bætist, en að vísu verður aldrei samt og áður. Hefir
og eigi orðið hvað affaraminnst, að hreyfing þessi og
starfsemi öll hefir verið tengd við alþýðuskólana. Á þann
hátt hefir áhugi æskulýðsins verið vakinn og starfskraft-
ar tamdir við að leysa af hendi sjálfstætt og gagnlegt
verk til eflingar þjóðlegri fræði. Þessi hreyfing hefir ver-
ið studd einarðlega af háskólunum í Uppsölum, Gauta-
borg og Lundi. Við háskóla þessa hafa um nokkuð langa
hríð verið haldin námsskeið og fyrirlestrar fyrir kenn-
ara og aðra, sem vildu beita sér fyrir um ýmis konar
söfnunarstarfsemi, fræðslu og rannsóknir út um byggðir