Samvinnan - 01.04.1930, Page 62

Samvinnan - 01.04.1930, Page 62
56 SAMVJNNAN ur, sem upp hafa teknar verið á síðari árum á fornum áveitustöðvum. Þar hafa verksummerkin oft horfið, og ekki alls staðar að ]>eim hafi áður verið gaumur gefinn, svo vitað hafi verið, og ekki fyrr en eftir á, við eftir- grennslun, að líkur verði taldar til slíks. Um stórar sam- girðingar bænda fyrir afrétti, hagagarða og tún- og engjagarða gegnir öðru máli. Slíkt helzt enn lengi. En mjög er slíku gaumur gefandi, því að fátt sýnir betur félagsmenningu íslenzkra bænda á fyrri öldum, atorku og að vísu velmegun, en félagsgirðingar þeirra, sem jafn- framt bera vott um skipulega hagnýting landsins. Slíkar minnjar munu líklega vera misjafnlega miklar í ýmsum hlutum landsins, bæði sökum þess, að þær hafa geymzt misjafnt og misjafnlega mikið að þeim gert. í Þingeyjar- sýslu er t. d. mjög mikið um slíkar minnjar, svo mikið, að sú girðingaöld, sem nú má kalla að sé orðin, kemst enn hvergi nærri til jafns við hina fyrri. Samgirðingar sjást þar enn, sem svo eru langar, að skiptir tugum kílómetra og má kalla slíkt stórkostleg mannvirki, enda sér þess vott í gömlum sóknaiýsingum, að menn gátu tæplega komið skilningi á, að slík verk væri af manna- höndum gerð. Um aldur þessara mannvirkja væri að sjálfsögðu frúðlegt að fá að vita, og mætti vera, að rannsóknir leiddi sitthvað í ljós um það. Að þau stafi frá þeim tíma, er búskapur stóð í blóma, er vafalaust. Á dög- um Árna Magnússonar þótti það ærin sönnun þess, að byggðamörk væri forn, ef leifar sáust girðinga um tún. Mun mega færa rök að því, að allur þorri þessara mann- virkja stafi að stofni til frá þjóðveldistímanum og sé fátt yngra en frá 13. öld, III. Munnlegar geymdir. Svo sem kunnugt er, hefir jafnan verið margt manna hér á landi, sem haft hefir frá mörgu að segja um líf og háttu fyrri manna. 'Slíkar frásagnir eru oft mjög mikils virði fyrír ýmsar greinar þjóðfræðinnar og þarf þeim mikinn gaum að gefa. Ýmislegt bendir til þess, að þrátt fyrir ötula söfnun þjóð- sagna af ýmsu tagi, sé enn drjúgum mikið óskráð af slíku.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.