Samvinnan - 01.04.1930, Qupperneq 63
RANNSÓKNIR
57
Ýmsar sagnir eru tengdar við staði og örnefni og þarf að
láta s'líkt fylgja ömefriunum, til skýringar þeim. Þá eru
sögur og sagnir um menn, sem kunnir hafa orðið í sínu
byggðarlagi, og er slíkt mjög þarfur fróðleikur þegar að
því kemur, sem vonandi líður nú að, að áhugi vakni og
framkvæmd um að safna til og semja sögur einstakra
byggðarlaga. En ef til vill varðar mestu að safna til hlýt-
ar frásögnum gamalla manna um verklag og háttu hinn-
ar fyrri aldar. Margt slíkt verður ekki á annan hátt þekkt
og að vísu eru slíkar frásagnir næsta nauðsynlegar sem
uppbót og fylling annars konar heimilda um sama efni.
En þó verður jafnan mjög á slíkum sögum að byggja um
sérlega háttu í ýmsum byggðarlögum, því að slíkt getur
verið næsta sundurleitt. Er hér mjög mikið verk fyrir
byggðafélögin. En verk þetta má samræma og styðja með
því að semja og senda út spumingalista, þar sem greind
eru sem allra flest atriði, er til greina geta komið. Slíka
spumingalista er að vísu erfitt að gera svo úr garði, að
þeir nái yfir allt, sem komið getur undir þessa grein. En
í þeim er þó mikil stoð, og hætt við, að án þess háttar
atriðaskrár verði ósamræmi í verklagi og margt falli með
öllu úr. Atriðaskrár þessar hafa mjög verið notaðar við
þesssar rannsóknir og söfnun fróðleiks af alþýðuvörum
erlendis og jafnan fengnir þeim mönnum í hendur, sem
beitzt hafa fyrir um slíkt. Með því er það tryggt, að eftir-
grennslun fari fram ails staðar á sama hátt, reglulega, og
þeirra hluta sé gætt, sem mestu varða, og úrlausnimar
á þann hátt gerðar og gefnar, að nothæfar verði. Fyrir
því er ráð að gera, að þeir, sem verkið eiga að fram-
kvæma, sé oft ekki svo vel að sér, að þeir kunni hjálpar-
laust að spyrjast fyrir. Því síður hinir, sem fróðleiksins
er leitað hjá. En það er oft gamalt fólk, sem krefja þarf
sagna.
IV. Þámánefnaáhöld allskonar og tæki
og ýmis konar gripi. Allmikið af slíku heyrir bein-
línis undir fomminnjasöfnun og skal ekki um það metast.
En hér vildí ég aðeins benda á, að það er hin brýnasta