Samvinnan - 01.04.1930, Page 67
DANSKUR LANDBÚNAÐUR
61
um berki. Eikartré verða æfagömul og fúna seint, þótt
höggvin sé. Fyrrum voru sveitabæir byggðir á þann hátt,
að timbruð var saman húsgrind úr eik, síðan hlaðið múr-
steinum milli plankanna og þétt með leir. Hefir grindin
oft staðið öldum saman, þótt það af veggnum, sem var úr
múrseini hafi oi-ðið að endurnýja hvað eftir annað. \feggi,
sem á þennan hátt eru gjörðir, kalla Danir „Bindings-
værk“. Var sú veggjagjörð algeng víðar um lönd á mið-
öldum, og sér þeirra ríkar minnjar í elztu borgum Þýzka-
lands.
II.
Á öndverðri 19. öld var Danmörk, að tiltölu við
stærð, eitt af meiri komlöndum Norðurálfunnar. Laust
fyrir 1850 fluttu Danir út 2y% milj. tunnur korns (rúg,
bygg, hveiti, hafra). Aðalútflutningsvörur landsins voru
þá korn og lifandi fé (svín og nautgripir), en kornyrkjan
var yfirgnæfandi. Svo mikið af ræktaða landinu, sem unnt
var, var notað til kornyrkju. Smjör var þá ekki útflutn
ingsvara, svo að nokkru verulegu næmi. Fyrstu rjómabú-
in voru að vísu stofnuð um 1880 en fengu enga verulega
þýðingu, með því að eigi var þá fundið það skipulag, sem
nú reynist heppilegast, og eigi heldur fundnar upp þær
vélar, sem gjört hafa nýtízku íramleiðslu mjólkurafurða
mögulega.
Síðan um miðja 19. öld hefir oi'ðið stórfelld bylting
í dönskum landbúnaði. Nú sækja aðrar þjóðir ekki leng-
ur korn til Danmerkui'. Þvert á móti eru Danir nú meðal
þeirra þjóða, sem verða að kaupa korn frá öðrum, og
eykst óðum innflutningur þess með vexti borganna.
Bændurnir fá nú jafnvel eigi lengur brauðið, sem þeir
borða, af sínum eigin akri. Myndi raunar heimaræktað
korn oftast nægja til manneldis á bæjunum, og meira en
það, en bændurnir telja hagkvæmara, að nota það óhreins-
að til svínafóðurs, en kaupa brauðið tilbúið af bakaranum,
oft úr útlendu mjöli.