Samvinnan - 01.04.1930, Side 70
64
SAMVINNAN
til að tefja vöxt stórbæjanna og fjölgun öreigalýðs í
landinu.
Þriðja tegund jarða eru stórbýlin. Á slíkum jörðum
eru 3—4 vinnumenn auk húsbóndans. Með þeim vinnu-
krafti og venjulegri vélanotkun má vel reka bú með 50
nautgripum og 70—80 svínum(að grísum meðtöldumjauk
hænsna. Danskir stórbændur ganga oftast til vinnu, en
mikill tími af deginum fer í eftirlit og fóðurblöndun, ef
bóndinn annast hana sjáifur. Afurðir búsins eru mjög
undir því komnar, að fóðrunin sé í góðu lagi, og láta
bændur sér umhugað um að kynnast öllum nýjungum og
tilraunum í því efni og færa sér í nyt. Bóndinn lítur á
kúna sína eins og vél, sem á að breyta ákveðinni þyngd
af heyi eða olíukökum í ákveðna þyngd mjólkur með til-
teknu fitumagni.Því vandar hann gjöfina eins og spuna-
konan vandar kembuna, áður en hún hleypir henni inn í
rokkinn.
IV.
Aðalstörfin á dönskum bóndabæ eru plæging og sán-
ing akranna, sem ýmist er framkvæmd að yorlagi eða
haustlagi, uppskeran á haustin og seinna hluta sumars, og
fóðrun gripanna. Ganga kýrnar raunar alveg fyrir sér
nokkum hluta sumarsins og geldneyti 5—6 mánuði, en
svínunum verður að geía allt árið.
í Danmörku eru kýr nú ekki fóðraðar á heyi nema að
litlu leyti yfir veturinn. Landið er of dýrmætt til að rækta
á því töðu, nema hið allra minnsta, sem komizt verður af
með. Hverri landareign er skipt í mai'ga hluta, eftir því,
hvað á að rækta á hverjum stað. Nokkur hluti landsins
er notaður fyrir haga á sumrin. Er það ræktað land, sem
borið er á eins og túnin hér. Kýmar eru tjóðraðar, svo að
þær fari ekki inn á kornekrurnar og valdi tjóni. Þá eru
kornakrarnir með hafra, rúg, bygg eða hveiti, eftir því,
sem við á á hverjum stað. Þá eru fóðurrófurnar. Af þeim
rækta Danir ákaflega mikið nú og gefa kúnum í töðu stað.