Samvinnan - 01.04.1930, Page 73

Samvinnan - 01.04.1930, Page 73
DANSKUR LANDBÚNAÐUR 67 Hér á landi hefir það verið erfitt úrlausnarefni, hvað gera ætti við undanrennuna og áfimar, ef ekki borgaði sig að vinna úr þeim osta. En dönsku bændurnir eru ekki í vandræðum með undanrennuna. Undanrennuna gefa þeir svínunum. Má sennilega fullyrða, að þeir hafi meira upp úr henni en rjómanum, í hlutfalli við raunveruiegt verð- mæti. V. Enginn búskapur í Danmörku borgar sig eins vel og svínaræktin. Það vita bændurnir líka, og þess vegna gefa þeir svínunum mjólkina úr kúnum og brauðið frá sjálf- um sér. Mestur hluti kornsins og öll undanrennan fer i svínin. Hér á landi hafa menn yfirleitt þá hugmynd um þessar skepnur, að þær lifi mest á sorpi og óþverra, sem önnur dýr ekki leggja sér til munns. En sá, sem kemur inn í svínahús á dönskum sveitabæ, fær allt aðra hugmynd um fóðrun svínanna. Satt er það, að svínin eta allt, sem tönn á festir, eru jafnt kjötætur og jurtaætur. Fyrrum voru þau og látin ganga mikið úti og sjá fyrir sér sjálf að miklu leyti. Þá voru þau venjulega látin lifa hálft annað ár og síðan send lifandi til Þýzkalands. En um 1890 vildi það óhapp til, að tvö dönsk svín fengu lungnabólgu í lestinni á leiðinni suður eftir og voru veik, þegar þau komu til slátrunarinnar. Þýzkir stjórnmálamenn, sem gjarnan vildu útiloka erlenda samkeppni, notuðu tækifær- ið til að banna innflutning lifandi svína frá Danmörku. Þýzka innflutningsbannið varð ásamt öðru fleiru til þess, að Danir gjörbreyttu meðferð svínanna, hættu að flytja út lifandi svín og komu upp sláturhúsum með nýjum kjötverkunaraðferðum. Þá sem endranær fundu bænd- urnir í samvinnuskipulaginu máttinn til að komast úr kreppunni. Langflest svínasláturhúsin eru rekin af sam- vinnufélögum bændanna sjálfra, sem svínin eiga. Svínaræktinni svipar að því leyti til þorskveiðanna íslenzku, að hún gefur fljótan og mikinn arð. Sama gylt- an á marga grísi í einu (allt að 10) og nokkrum sinnum á 5*
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.