Samvinnan - 01.04.1930, Side 77
DANSKUR LANDBÚNAÐUR
71
hestbaki. Dönsku bændumir, einkum húsmennimir, kaupa
talsvert af íslenzkum hestum, af því að þeir eru <5dýrir
og þurfa minna fóður en danskir hestar. íslenzku hest-
amir fá þar orð fyrir að vera sterkir eftir stærð og þoln-
ir, en ákaflega kargir og óþægir í tamningu.
Á stríðsárunum hækkuðu danskir hestar ákaflega í
verði vegna eftirspurnar frá ófriðarlöndunum. Hin öra og
mikla verðhækkun gaf gróðabrallsmönnum byr undir báða
vængi. Dönsku bændUrnir hrista höfuðið þegar minnst er
á hi’ossa „spekúlationina“, sem átti sér stað á þeim tíma.
Kaupahéðnarnir fóru um landið þvert og endilangt og
keyptu hvert hross, sem falt var, fyrir hærra verð en
eigendurnir áttu að venjast áður, en seldu þó aftur fyrir
miklu hærra. Ekki voru fésýslumenn þessir ávalt öðrum
fremri að andlegu atgerfi. Einn þeirra, sem mest græddu
á hrossakaupunum, og nú er meðal ríkustu manna í land-
inu, er að sögn hvorki skrifandi sjálfur né læs á skrift.
Er þetta holt umhugsunarefni handa þeim, sem trúa því,
að gáfur og menntun hafi óbilanda aðdráttarafl fyrir pen-
inga og að fésýslumennirnir einir séu til þess kjörnir að
vera andleg leiðarljós þjóðanna.
Til er fólk í Danmörku, eigi allfátt, sem lítið eða ekk-
ert jarðnæði hefir, en lifir þó á landbúnaði sjálfstæðu at-
vinnulífi. Er það einkum svínaræktin, sem þar kemur til
greina. Þessir „landlausu“ bændur kaupa grísina oft rétt
eftir að þeim hefir verið fært frá og hafa atvinnu af því
að fóðra þá þangað til þeir eru 6 mánaða og hægt er að
slátra þeim. Fóðrið verða þessir menn að kaupa af öðr-
um og fá þá fyrir vinnu sína það, sem svínið leggur sig
fram yfir kaupverð gríssins og það, sem greitt er út fyrir
fóðurefni. Aðrir „spekulera“ í því að eiga gyltur og selja
grísina þriggja vikna gamla.
VII.
Samvinnufélagsskapurinn er ákaflega ríkur þáttur 1
atvinnulífi danskra bænda. Fyrir fimmtíu árum, þegar
landbúnaðurinn stóð allra tæpast, lærðu bændumir að