Samvinnan - 01.04.1930, Síða 83
DANSKUR LANDBÚNAÐUR
77
sem dagleg-ar póstsamgöngur eru við hvert heimili í
landinu. Hefir líka farið svo í Danmörku og öðrum lönd-
um með álíka samgöngur, að vikublöðin hafa lagzt niður
en dagblöð komið í þeirra stað.
X.
í Danmörku er fleira af efnalega sjálfstæðu sveita-
fólki en í nokkru öðru landi. Orsökin er ekki sú, að Dan-
mörk sé óvenjulega frjósamt eða gott land, en liggur miklu
fremur í framleiðsluháttum og skipulagi. Af hví að þjóð-
in átti lítið land, varð hún að setja sér það mark að nota
hvern blett til hins ýtrasta. Danskur landbúnaður er rek-
inn með fullkomlega vísindalegu sniði. Með rannsóknum
og tilraunum í áratugi hefir bændum tekizt að láta
landið bera meiri og betri ávöxt en áður.
Framleiðsla danska landbúnaðarins eru eingöngu vör-
ur, fullbúnar til neyzlu, engin hráefni. Þannig losna bænd-
urnir við að greiða ómakslaun til þeirra, sem annast breyt-
ingu óunninnar eða hálfunninnar framleiðslu í markaðs-
hæfa vöru. Danskir bændur eiga enga útflutningsvöru,
sem svarar til íslenzku ullarinnar eða lýsisins. Bæði
danska smjörið og danska svínsíleskið eru fyrsta flokks
vörur, sem spurt er eftir á heimsmarkaðinum, og fólk;
sem hefir peningaráð, vill gjarnan kaupa.
Með kynbótum og vísindalegri fóðrun hafa danskir
bændur aukið afrakstur af bústofni sínum til mikilla
muna. Engum dönskum bónda dettur í hug að hafa í eigu
sinni kú, sem er lágmjólka, eða gefur af sér mjólk fitu-
minni en venjulegt er. Rekstur búanna er dýr. Bændurn-
ir þurfa að kaupa ógrynnin öll af tilbúnum áburði og þó
einkum af tilbúnu fóðri. Bóndi, sem eg þekkti, og átti 30
kýr mjólkandi og nál. 70 svín, keypti t. d. áburð fyrir
1700 kr. og kraftfóður fyrir 8500 kr. síðastl. ár, auk
kornsins, sem haim hafði sjálfur. En danski bóndinn ger-
ir nákvæma áætlun um búreksturinn. Hann veit, að dýri
áburðurinn og dýra fóðrið, sem að mikiu leyti er sótt alla
leið til annara heimsálfa, borgar sig, svo framarlega sem