Samvinnan - 01.04.1930, Blaðsíða 85
Samg’öng’umál.
(Síðari hluti).
í 2. hefti „Samvinnunnar“ f. á. ritaði eg nokkuð um
samgöngumál almennt og þó sérstaklega samgöngur á
sjó, með ströndum fram og til útlanda.
Ég sýndi þar fram á, að flutningar á sjó og vötnum
eru margfalt ódýrari en flutningar á landi. Því bæri fyrst
að ræða um endurbætur samgöngumála á sjó hér við land,
þar sem byggðin er mest með ströndum fram.
En þó að sjóleiðir sé allar notaðar svo sem unnt er til
flutninga þungavöru, fer því fjarri'að öll samgönguvand-
ræði sé leyst, Því er betur, að enn býr fast að hélmingi
landsmanna dreifður út frá höfnum, með ströndum og inn
til dala. Þessir menn eiga rétt á því, að almannasjóðir
veiti fé til samgöngubóta, er hjálpi þeim til þess að nota
sem fullkomnust tæki til aðdrátta og flutninga frá heim-
ilum sínum til hafnanna. Hinar dreifðu byggðir eiga sama
rétt á vegafé, til þess að auka verðmæti afurða sinna, og
kaupstaðabúar á fé til hafnargerða og skipaferða, er færa
þeim og flytja vörur frá húsdyrum þeirra.
En svo er og önnur vegaþörf. 1 vetur sem leið, var
póstmálanefndinni sent til álita tilboð um póstflutning á
bílum frá Borgarnesi til Akureyrar. Tilboðið var miðað við
vist gjald pr. kíló og virtist mjög lágt, miðað við flutning
á hestum. En þó var gjaldið þrettán sinnum hærra
en það gjald, sem skipin taka fyrir póstflutning milli
Akureyrar og Reykjavíkur. Þetta tilboð sannar glöggt, að
venjulega er bezt að flytja alla þunga vöru sem stytzt á
landi, jafnvel þótt á vílvegum sé, ef sjóleiðin getur stytt
landleið. En það sannar ekkert um það, að mannflutning-