Samvinnan - 01.04.1930, Page 88

Samvinnan - 01.04.1930, Page 88
82 SAMVINNAN Síðar urðu kauptíðarnar tvær: „sumarkauptíð“ og „haustkauptíð“. Síðar bættist við „vetrarkauptíð“. En í öllum héruðum, har sem sæmilegar samgongur eru orðnar, er „kauptíð“ nú allt árið. Það verður aldrei hlé á viðskiptum sveita og kauptúna. Bændur þurfa nú stöðugt nýmeti úr sjó og kaupstaðarvörur, svo að segja vikulega og daglega. Kaupstaðarbúar þarfnast daglega nýrra landbúnaðarfurða. Þetta eykur verðmæti og nota- gildi afurða lands og sjávar í þjóðarbúinu, að markaður- inn sé daglegm- fyrir nýjar afurðir í landinu sjálfu. Og að öðru leytinu er það hinn mesti sparnaður á veltufé, bæði fyrir verzlunina, sem vörumar selur, og hina sem kaupa, að verzlunin sé jöfn allan ársins hring, svo að hver króna geti farið margar hringferðir á ári. En þetta nýja fyrirkomulag verzlunar, sem raunar er talinn sjálfgefinn hlutur alls staðar, þar sem atvinnulíf er nokkuð þroskað, er óframkvæmanleg-t nema þar, sem vegir em jafnfærir allan ársins hring, og umferðin á vegunum teppist ekki nema í óvenjulegum aftökum. Nú er reynslan sú, að þótt vegir okkar sé allir lagðir án tillits til vetrarumferðar, þá er það afarsjald- gæft, að umferð bíla teppist á láglendi sveitanna vegna snjóþyngsla til langframa. Áreiðanlega eru engar sveitir landsins snjóþyngri en austari sveitirnar norðaniands, sérstaklega Þingevj arsýsla. Reynslan sýnir þó, að akveg- ir þar verða næsta sjaldan ófærir bílum, og myndi ennþá sjaldnar verða, ef þeir hefði ekki verið í fyrstu lagðir sem sumarvegir, og lítið sem ekkert gert til þess að forð- ast snjóþyngsli á veginum. Þörf héraðanna, flutningaþörfin milli sveita og kauptúna krefst upphlaðinna vega, sem þræði sléttlendin, til þess að forðast snjóþyngslin. Flutninga þörfin er jafn- vel oft mestávetrum (hey til kauptúnanna, fóð- urbætir til sveita, byggingarefni, girðingarefni og tilbúinn áburður síðara hluta vetrar).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.