Samvinnan - 01.04.1930, Síða 88
82
SAMVINNAN
Síðar urðu kauptíðarnar tvær: „sumarkauptíð“ og
„haustkauptíð“. Síðar bættist við „vetrarkauptíð“.
En í öllum héruðum, har sem sæmilegar samgongur
eru orðnar, er „kauptíð“ nú allt árið. Það verður aldrei
hlé á viðskiptum sveita og kauptúna. Bændur þurfa nú
stöðugt nýmeti úr sjó og kaupstaðarvörur, svo að segja
vikulega og daglega. Kaupstaðarbúar þarfnast daglega
nýrra landbúnaðarfurða. Þetta eykur verðmæti og nota-
gildi afurða lands og sjávar í þjóðarbúinu, að markaður-
inn sé daglegm- fyrir nýjar afurðir í landinu sjálfu. Og
að öðru leytinu er það hinn mesti sparnaður á veltufé,
bæði fyrir verzlunina, sem vörumar selur, og hina sem
kaupa, að verzlunin sé jöfn allan ársins hring, svo að hver
króna geti farið margar hringferðir á ári. En þetta nýja
fyrirkomulag verzlunar, sem raunar er talinn sjálfgefinn
hlutur alls staðar, þar sem atvinnulíf er nokkuð þroskað,
er óframkvæmanleg-t nema þar, sem vegir em jafnfærir
allan ársins hring, og umferðin á vegunum teppist ekki
nema í óvenjulegum aftökum.
Nú er reynslan sú, að þótt vegir okkar sé allir
lagðir án tillits til vetrarumferðar, þá er það afarsjald-
gæft, að umferð bíla teppist á láglendi sveitanna vegna
snjóþyngsla til langframa. Áreiðanlega eru engar sveitir
landsins snjóþyngri en austari sveitirnar norðaniands,
sérstaklega Þingevj arsýsla. Reynslan sýnir þó, að akveg-
ir þar verða næsta sjaldan ófærir bílum, og myndi ennþá
sjaldnar verða, ef þeir hefði ekki verið í fyrstu lagðir
sem sumarvegir, og lítið sem ekkert gert til þess að forð-
ast snjóþyngsli á veginum.
Þörf héraðanna, flutningaþörfin milli sveita og
kauptúna krefst upphlaðinna vega, sem
þræði sléttlendin, til þess að forðast
snjóþyngslin. Flutninga þörfin er jafn-
vel oft mestávetrum (hey til kauptúnanna, fóð-
urbætir til sveita, byggingarefni, girðingarefni og tilbúinn
áburður síðara hluta vetrar).