Samvinnan - 01.04.1930, Qupperneq 89
SAMGÖNGITMÁL
83
Héraðssamg-öng-urnai' krefjast góðra
\ e t r a r v e g a.
Nú mun margur ætla, að langferðafólkið ferðist mest
um hásumarið.
Þetta á aðeins við örlítið brot íslenzkra ferðamanna,
þá, sem kallaðir eru á vondri dönsku „túristar" — það
eru vel stæðir menn, sem ferðast sér til skemmtunar. En
nú er svo, að mjög fáir íslendingar eru svo efnaðir,
að þeir geti leyft sér skemmtiferðir um bjargræðistím-
ann.
Fyrir efnaða skemmtiferðafólkið getum við ekki lagt
sérstaka vegi, heldur verðum við einnig að hafa í hyggju
hinn fjölmenna fátæka hóp almúgans, sem þarf að fara
landshornanna á milli, til þess að leita sér atvinnu eða
menningar. Þessar nauðsynjaferðir alþýðuimar eru lang-
samlega minnstar um hásumarið, þann tímann, sem fjall-
vegir eru bílfærir, en tíðastar frá því síðla haustsins og
allan veturinn til vors. Það eru skólar og allskonar lengra
og skemmra nám, sem eingöngu er stundað á vetrum,
sem á afar drjúgan þátt í ferðum Islendinga. Það, sem
skapar mestan fólksflutning árlega til a t v i n n u leitar,
er v e t r a r vertíðin á Suðurlandi.
Hið þriðja, er kallar almenning mjög til ferða, er síld-
in á Siglufirði. Hún krefst að vísu sumarferða. En þar er
nú svo í pottinn búið, að síldarfólkið myndi sjaldan fara
landveg. Siglufjörður er frá náttúrunnar hendi opinn við
sjófaröndum — hefir ágæta höfn á andnesi úti, en lokað-
ur nær ókleifum fjöllum frá öðrum sveitum. Og síldar-
fólkið mun oft fá ókeypis far að sunnan og vestan á
sjálfum veiðiskipunum.
Hér ber að sama brunni og með flutningaþörf hér-
aðanna. Langferðamenn þurfa samfellda vegi um héruð,
vegi, sem liggja um sléttlendi og sé færir allt árið. Þeir
hafa mesta vegaþörf vorið, haustið og veturinn, en einna
minnsta um hásumarið, enda eru þá skipaferðir örastar
og bezt í sjóinn, og flugvélaferðum mun fara fjölgandi þá
mánuði.
6