Samvinnan - 01.04.1930, Side 95
SAMGÖNGUMÁL
89
Með góðum vegi þvers yfir Dali og norður yfir Lax-
árdalsheiði komast Dalamenn í beint samband við eina
hina beztu höfn á landinu — Borðeyri — og yr’ði þó ekki
kaupstaðarleið þeirra lengri en gerist að meðallagi í
sveitum.
Eg þykist hafa sýnt fram á, að vegur þessi sé full
nauðsyn héniðunum, sem hann liggur um, og langferða-
mönnum. En þó mætti vera, að hann yrði svo dýr, að ó-
kleift yrði landi og héruðum. En þess ber að gæta, að nú
þegar eru vegir lagðir um mikinn hluta leiðarinnar eða
verða lagðir á næstu árum. Það þarf aðeins að koma
þeim í kerfi. Og Dalir hljóta á næstu árum að heimta
þessar samgöngubætur.
Um Húnavatnssýslu og Skagafjörð og allt til Akur-
eyrar mun engin ástæða til að breyta legu þjóðvegar.
Eni að vísu tveir fjallvegir á þeirrí leið, og þarf mjög
mikilla endurbóta við og breytinga á veginum, bæði yfir
Vatnsskarð og Öxnadalsheiði. Mun hver, sem farið hefir
Vatnsskarð með opin augu, hafa veitt því eftirtekt, að
vegurinn nú er kræktur um hávaða og ósléttur, og óþarfa
brekkur. En önnur leið lægri og sléttlendari er oft farin
á vetrum. Þar á vegurinn eflaust að liggja. Ef nú væri
kominn á sléttlendið meters hár vegur, myndi hann oft-
ast fær í meðal-vetri og þaðan af betra. Er Vatnsskai’ð
lágur fjallgarðm- og torfærulítill.
Öxnadalsheiði er öllu vem yfirferðar. Þarf mjög
mikilla aðgerða við, svo að þar verði gi'eiðsótt um gilja-
reitinn. — Hlaða miklar brýr yfir gilin. Nú er svo, að oft
þarf póstur að moka hestum sínum braut gegn um
hengjur. Austan á heiðinni er oft mikill snjóþungi. En
svo hafa kunnugir menn sagt mér, að oftast myi.di vel
upphlaðinn vegur standa upp úr snjó, ef hann væri hyggi-
lega lagður.
Vel er það ljóst, að venjulegir vegir munu oft ófær-
ir á vetrum, bæði á Vatnsskarði og Öxnadalsheiði. En
hitt er trú mín, að ef vegir væri þar hafðir nokkru hærri