Samvinnan - 01.04.1930, Blaðsíða 97
SAMGONGUMAL
91
svaiaði vel kröfum þess tíma, þegar Þingeyingar fóru
með smábandið fyrir jólin, skildu eftir skíðasleða uppi á
„Járnhrygg“ og keyptu Eyfirðinga til að bera á bakinu
vörur upp brekkuna.
Nokkru síðar var lagður nýr vegur. Farið í örlitla
dæld í háfjallið og brekkurnar kræktar og sniðskornar.
Þessi vegur svaraði vel kröfum tímans, þegar allir hættu
að bera á bakinu, en allt var flutt á hestum. En vegur
þessi var aldrei hjólfær.
Um mörg ár voru háværar kröfur uppi um „kerru-
færan veg yfir Vaðlaheið i“. Þessum kröfum er nú
verið að sinna þegar „kerrur“ eru að „ganga úr móð“
Vegurinn er lagður ofan í svolítið dýpri lægð í háfjallið
og brekkurnar sniðskornar lítið eitt meira. Hann getur
verið ágætur fyrir hestvagna í „kauptíðinni“, þegar snjó
leysir snemma sumars úr fjöllum. En eftir sem áður verð-
ur heiðin ófær bílum og allskonar vögnum, frá því að
fyrst snjóar í fjöll á haustin og langt fram á sumar, því
að Vaðlaheiði er einhver allra hæsti og snjóaþyngsti fjall-
vegur milli byggða — þeirra sem fjölfarnir eru. Nýi veg-
urinn getur verið ágætur „túrista" vegur 2—3 sumar-
mánuðina. En eigi að leggja veg austur frá Akureyri, sem
svari þörfum nútímans allan ársins hring, verður sá veg-
ur að liggja kring um Vaðlaheiði. Vegur norður fyrir er
mjög auðlagður. Nú þegar eru komnar góðar vagn-
brautir á löngum köflum norður Svalbarðsströnd. Vegur-
inn myndi liggja norður hjá Laufási og síðan meðfram
Fnjóská upp Fnjóskadal, allt að Ljósavatnsskarði. Allt,
sem sagt var um vegafærslu af Holtavörðuheiði, á hér við.
Þó má því við bæta, að hér er fjallvegurinn miklu hærri,
en sveitaleiðin greiðfærari. Mun svo fara, að vörubif-
reiðar kysi alla tíma árs frekar krókinn norður fyrir
heiðina. En yfir heiðina yrði þörf á ódýrum sumarvegx
handa hestum, og stöku skemmtibifreiðar myndi fara
þann veg um hásumarið.
Austan við .Ljósavatnsskarð liggur nú þjóðvegurinn
þvert í austur og suðaustur að Fljótsheiði og yfir heið-