Samvinnan - 01.04.1930, Síða 102
96
SAMVINNAN
breiður og hár, vel fram ræstur og malborinn. Síðar mun
vinnast fé til að setja á hann haldgott slitlag.
Vegur þessi verður hvorttveggja í senn, aðal-lífæð
samgangna milli fjarlægra héraða og víðast hvar megin
flutningabraut um héruð. En fyrir alilöngu hefir ríkið
viðurkennt það skyldu sína, að veita hverju héraði eina
megin flutningabraut frá kauptúni. Er það sjálfsagt og
réttlátt að svo verði.
Þær flutningabrautir, sem leggja þarf að nýju og
ekki falla undir veg þann, er ég hefi nefnt, og liggja þó
til stórra og fjölmennra héraða og kauptúna, skulu nú
nefndar. Byrja eg hjá Rauðamel, því um Borgarfjörð og
Suðurláglendið rnunu brautir að mestu lagðar.
I. J ö k u 1 b r a u t. Undirlendið sunnan á Snæfells-
nesi er eitthvert hið frjósamasta og veðurbezta á landinu.
Nú er akbraut komin alllangt vestur og skammt að
Ölduhrygg í Staðarsveit. En Ölduhryggur er sjálfgerður
bílvegur langt vestur nesið, þegar nokkrar smá-ár eru
brúaðar. Þegar ölduhrygg sleppir, taka fljótlega við hin
miklu hraun, kring Jökulinn. Myndi þar nægja ruddir
vegir. Snjólétt er, og hraunin gleypa allt vatn, svo að
varla er hætta á aurum. Myndi vegur frá Borgarnesi,
sunnan um Jökia, alla leið að kauptúnum, Sandi og Ólafs-
vík, verða ótrúlega ódýr.
II. S t y k k i s h ó 1 m s v e g u r ætti að liggja inn
Skógarströnd, þegar vegur væri kominn yfir Rauðamels-
heiði, en ekki yfir Kerlingarskai’ð. Sameinaði sá vegur
þarfir Skógstrendinga og „Hólmara“. Væri hann greið-
asta leið frá Stykkishólmi, hvort sem fara ætti norður í
land, suður í Borgarnes, eða inn í Dali. En þstta er löng
leið og erfið og verður sjálfsagt nokkuð að bíða full-
gerðrar brautar.
III. Hvammstangavegur. Ríkið ætti að
kosta og halda við vegarkafla frá Hvammstanga (sem er
aðalkauptún Vestur-Húnvetninga) og á þjóðveginn.
Annars liggur þjóðvegurinn sjálfur um flesta hreppa