Samvinnan - 01.04.1930, Page 109
FJÁRST.7ÓRN RÚSSLANDS
103
Það kemur ekki hér við sögu, að meta stjórnmála-
vizku Sovjetstjórnarmnar. Hér varða eingöngu aðferðir
þær, er beitt hefir verið í fjármálum og mest blöskruðu
mönnum fyrir tíu árum. Vér vildum einnig sýna, hvemig
þær aðferðir hafa reynzt. Grein þessi fjallar því í stuttu
máli um fjárhagslega afkomu Sovjetríkisins.
I.
Tvennskonar misskilningi er þörf að útrýma, ef
bregða á ljósi yfir fjármál Sovjetríkisins. Snöggar og
tíðar breytingar hafa orðið í Rússlandi á öllum sviðum,
ekki síður í framkvæmdum en hugsun. Vestur-Evrópu-
ríkjunum hættir til að binda sig við þær skoðanir, er upp
komu á bolsjevisma meðan Sovjetríkið var nýtt af nál-
inni. Margar af þeim skoðunum eiga ekki lengur við um
Rússland.
í fyrsta lagi verður að koma ný skýrgreining á orðinu
„kommunismu s“. Það orð er í Rússlandi löngu hætt
að fela í sér merkinguna sameignarstefna, eða yfirráð
stjórnarinnar í öllum hlutum.
Kommunismus, eins og hann hefir verið skilinn út á
við, stóð ekki yfir í Rússlandi nema frá byltingu bolsje-
víka og til 1921, eða það skeið, er nefnist „Militant kom-
munismus“. Þá átti ríkið allt, fór með öll ráð, tók allt og
veitti allt. Kaup var ekki goldið né laun greidd. En út-
býtt var seðlum, ávísunum fyrir fæði, föt og aðrar nauð-
synjar. Menn fengu ókeypis far með sporvögnum og jám-
brautarlestum. Íbúðir voru ókeypis. Um kaup og sölu í
venjulegum skilningi var ekki að ræða. Seðlakerfi stjóm-
arinnar kom í staðinn.
Óánægja yfir fyrirkomulagi þessu átti upptök sín
hjá bændum. Þeir urðu að láta af höndum það af afurð-
unum, er þeir þörfnuðust ekki sjálfir. Þær vora teknar af
þeim, eða þeirra var „krafizt", eins og Moskva-stjómin
vildi heldur láta orða það. Þetta tímabil vora vitanlega
engir skattar. Ríkið átti vörur allra þjóðnýttu verksmiðj-
anna, alveg á sama hátt og afurðir sveitanna. En sá var